fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fókus

„Fyrirtækið var til dæmis orðið það stórt að ég réð því ekkert, fyrirtækið réð yfir mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 21. maí 2025 20:30

Hermann Óli Bachmann Ólafsson er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hárgreiðslumeistarinn Hermann Óli Bachmann Ólafsson segir fyrirtækjareksturinn vera eins og rússíbanareið; skemmtilega, hræðilega og allt þar á milli.

Hann stofnaði hárgreiðslustofuna Modus fyrir rúmlega fimmtán árum síðan. Stofan var lengi vel í Smáralind en hann færði reksturinn á Grensásveg fyrir nokkrum árum.

Hermann var gestur í Fókus, viðtalsþætti DV, í síðustu viku. Hann ræðir um fyrirtækjareksturinn og bransann í spilaranum hér að neðan, en til að horfa á þáttinn í heild sinni, þar sem hann ræðir um erfiðan skilnað og barneignarferli, smelltu hér. Þú getur einnig hlustað á þáttinn á Spotify.

video
play-sharp-fill

Aðspurður hvort hann hafi gengið í gegnum erfið tímabil í rekstrinum undanfarin fimmtán árin, langað að pakka saman og loka búllunni, segir Hermann hlæjandi: „Já auðvitað, ég ætla ekki að ljúga því.“

„Veistu það, að fyrirtækjarekstur er rússíbani sem að þig langar að vera í, en stundum er ekki gaman að vera í […] Það hafa alveg komið skakkaföll og verið móment þar sem ég hef hugsað: „Ég get ekki meira.“ En ég er rosalega heppinn með fjölskyldu og vini.“ Hann segir þau dugleg að hvetja hann áfram og minna hann á góðu stundirnar þegar hann langar að gefast upp.

Lærði hvað væri mikilvægt

Hermann vann mikið og lengi, stundum allt að 70 tíma á viku segir hann. En svo lærði hann hvað væri mikilvægt í þessu lífi.

„Covid var það besta sem kom fyrir mig í lífinu,“ segir hann.

„Covid kenndi mér og sýndi mér að mig langaði kannski ekki í allt sem ég átti og það væri kannski kominn tími til þess að gera það sem mig langaði. Fyrirtækið var til dæmis orðið það stórt að ég réð því ekkert, fyrirtækið réð yfir mér. Og mig langaði það ekki.“

Það sem breytti einnig sýn hans á vinnuna var að verða faðir, en hann vildi vera til staðar fyrir son sinn, sækja hann í leikskólann og ekki alltaf vera upptekinn við vinnu. Hann ræðir nánar um fyrirtækjareksturinn og hárgreiðslubransann í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér, eða hlusta á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini
Fókus
Í gær

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“
Fókus
Í gær

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 30 ára fjölskylduleyndarmál – Erfitt „að vita að ég hafi lifað í lygi alla mína ævi“

Afhjúpar 30 ára fjölskylduleyndarmál – Erfitt „að vita að ég hafi lifað í lygi alla mína ævi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jónas hraunar yfir kórtónleika í Hörpu: „Maður gat ekki betur séð en að þetta væru náttbuxur úr Joe Boxer“

Jónas hraunar yfir kórtónleika í Hörpu: „Maður gat ekki betur séð en að þetta væru náttbuxur úr Joe Boxer“
Hide picture