fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Berglind lenti í óvenjulegu atviki í Bónus –„Þetta kallast þjófnaður. Hefði tilkynnt þetta á staðnum“

Fókus
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 08:06

Bónus í Spönginni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona að nafni Berglind segir frá heldur óvenjulegu atviki sem hún var vitni að í Bónus í Spönginni á dögunum. Hún vekur athygli á málinu í vinsæla Facebook-hópnum Vertu á verðu – eftirlit með verðlagi.

„[Ég var] að kaupa bláber í dollu og sé þá konu vera að opna dollurnar og smakka berin, og ég spurði: Máttu þetta? [Og konan svarar]: Já, ég verð að vita hvað ég er að kaupa .

Og ég sagði: Þetta er innsiglað og vigtað það eru strikamerki á dollunum.“

Berglind segir að konan hafi þá sagt að þetta sé „alveg eins og með vínberin það smakka flestir þau!“ Berglind benti þá konunni á að vínberin séu seld eftir kílóverði. „Ég ætla bara að vara ykkur sem ekki opnið að athugið hvort sé búið að opna dollurnar sem vilja vita það.“

„Þetta kallast þjófnaður“

Færslan vakti mikla athygli og höfðu netverjar nóg um málið að segja.

„Bitur hún í banana eða eplið áður en hún kaupir?“ sagði einn.

Annar sagði að hann hefði tilkynnt atvikið til starfsmanna: „Þetta kallast þjófnaður. Hefði tilkynnt þetta á staðnum.“

Berglind sagðist hafa gert það. „Gerði það en strákurinn sagði bara ok og labbaði bara í burtu.“

Sumir í hópnum viðurkenndu að þeir eiga það til að smakka vínber í lausu, en aldrei bláber í boxi, á meðan aðrir sögðu að smakka vínber væri alveg jafn mikill þjófnaður.

Þetta virðist ekki vera einsdæmi en önnur kona sagðist hafa orðið vitni að svipuðu atviki í annarri verslun.

„Ég varð vitni að svipuðu atviki í Krónunni Flatahrauni í vetur. Ég var nýbúin að taka bláber og jarðarber og setja í körfuna. Þá kemur þar miðaldra kona og opnar hverja bláberjadósina á fætur annarri og fær sér nokkur ber. Að sjálfsögðu stoppaði ég hana og benti á að þetta væri vigtuð vara og mætti ekki snerta auk þess sem það er hreinlega sóðalegt að vaða bara svona með hendurnar í matinn. Hún varð eitthvað kindarleg fyrst en hreytti svo einhverju í mig. Hún keypti sér ekki ber.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“