fbpx
Sunnudagur 08.september 2024
Fókus

Grófu upp vandræðalegt tíst Liam Gallagher frá árinu 2017

Fókus
Þriðjudaginn 3. september 2024 09:30

Liam Gallagher. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarleg eftirvænting ríkir vegna yfirvofandi tónleikaferðalags bresku hljómsveitarinnar Oasis á næsta ári og hefur eftirspurn eftir miðum verið mikil eins og greint hefur verið frá. Hafa miðar gengið kaupum og sölum fyrir háar fjárhæðir.

Grunnt hefur verið á því góða á milli bræðranna Liams og Noels Gallagher á síðustu árum en þeir hafa nú slíðrað sverðin, aðdáendum sveitarinnar til mikillar gleði.

Netverjar hafa nú grafið upp færslu sem Liam Gallagher birti á Twitter árið 2017 sem hefur ekki elst sérstaklega vel. Í færslunni hjólaði Liam í bróður sinn, Noel, fyrir að ætla að selja miða á tónleika sína í Bandaríkjunum fyrir 350 dollara, tæplega 50 þúsund krónur.

Færslan vekur athygli í því ljósi að miðar á tónleika Oasis á Bretlandseyjum eru ekki beint ódýrir. Þannig kosta miðar í stæði á tónleika sveitarinnar í Manchester 355 pund á vef Ticketmaster, eða 65 þúsund krónur. Miðar í sæti eru svo enn dýrari. Hátt miðaverð á síðum á borð við Ticketmaster skýrist af gríðarlegri eftirspurn eftir miðum.

Hvað sem því líður gagnrýndu netverjar Liam fyrir hræsni í þessu ljósi og sögðu að færslan hefði ef til vill ekki elst mjög vel.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær borgað fyrir að borða – Opnar sig um skuggahliðarnar

Fær borgað fyrir að borða – Opnar sig um skuggahliðarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikari hótaði að berja mann og annan um síðustu helgi

Stórleikari hótaði að berja mann og annan um síðustu helgi