Bandaríska leikkonan Kate Beckinsale á harðvítugri deilu við „áfallalækni“ sem heldur því fram að hún hafi svikið hann um greiðslu á tæplega 3000 dala reikningi (um 406 þúsund krónur), en leikkonan segist ekki ætla að greiða þar sem hann hafi beitt hana kynferðisofbeldi.
Aðstoðarmaður leikkonunnar hafði samband við Nick Abramovic hjá Bionic Method í ágúst og þeir ræddu um að skipuleggja þrjá fundi leikkonunnar sem myndu fara fram á tveggja vikna tímabili og kosta 2700 dali samtals.
Tímarnir samanstanda af „áköfu“ og „tilfinningalegu“ nuddi svipað því sem gert er í Reiki meðferð, þar sem græðarinn notar sálfræðilegar aðferðir til að lækna þá hluta líkamans sem eru í sársauka.
Abramovic lýsir sig saklausan af ásökun Beckinsale og fullyrðir: „Enginn er nakinn, enginn er að afklæðast, það er engin olía. Ég er ekki að nudda hendurnar upp og niður eftir líkama fólks. Þetta er mjög mikið teygjumeðferð, hljóðmeðferð og öndun.“
Abramovic segist hafa boðið Beckinsale í upphafi að taka tímana upp, þar sem hann segir að fólki finnist oft gaman að horfa á upptökuna eftir á til að endurupplifa reynslu sína. Leikkonan hafi afþakkað það boð af persónuverndarástæðum. Þau hafi verið tvö saman við meðferðina og hún hafi verið klædd í jógabuxur og líkamsræktarbol. Segir hann leikkonuna hafa verið ánægða með tímann og mætt aftur.
„Hann bauðst aldrei til að taka upp fundinn. Þessi staðhæfing er ekki sönn,“ fullyrðir lögfræðingur Beckinsale, Marty Singer, við Page Six. Í textaskilaboðum sendir aðstoðarmaður leikkonunar skilaboð til Abramovic þar sem segir að Beckinsale „hafði mjög gaman af fundinum“.
Abramovic heldur því fram að leikkonan hafi líka sagt við hann sjálf: „Þú ert eins og Harry Potter. Mig langar virkilega að kynna þig á Instagraminu mínu. Ég held að við gætum haldið veislu heima hjá mér í stað þess að ég þyrfti að koma hingað og þú gætir hitt alla vini mína.’“
Segist hann ekki hafa áttað sig á að hún „bjóst við ókeypis þjónustu“ í staðinn fyrir meðmæli hennar. Þann 7. ágúst mætti Beckinsale í annað sinn og í kjölfarið pantar aðstoðarmaður hennar þriðja tímann.
Heimildarmenn nákomnir Beckinsale segja hins vegar allt aðra sögu þar sem þeir fullyrða að hún hafi ekki farið í síðasta tímann vegna þess að Abramovic hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi í annað skiptið sem þau hittust.
„Nick Abramovic er vel ljóst hvers vegna reikningur hans hefur ekki verið greiddur,“ segir talsmaður leikkonunnar. „Hann veit þetta vegna þess að hann fékk bréf frá lögfræðingi Kate Beckinsale, Marty Singer. Segir hann leikkonuna ekki geta rætt atvikið, þar sem það sé til rannsóknar hjá lögreglunni í Los Angeles. Engin ákæra hefur verið lögð fram, en lögreglan staðfestir við Page Six að rannsókn er í gangi.
Lögmaður Abramovic, George Shohet, segir að um hefndaraðgerðir sé að ræða af hálfu leikkonunnar: „Við erum að skoða meiðyrðamál þar sem þetta virðist vera hefndaraðgerðir eftir að Abramovic krafðist greiðslu frá fröken Beckinsale.“
„Ég neita þessum ásökunum alfarið. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá því að ég opnaði Bionic hef ég aldrei fengið þessa tegund kvörtunar frá neinum einstaklingi sem ég hef meðhöndlað. Í gegnum árin hef ég meðhöndlað hundruð kvenna,“ segir Abramovic og segir að lögregla hafi hvorki haft samband við hann né starfsmenn hans né viðskiptavini.
View this post on Instagram
Abramovic fullyrðir að hann hafi einnig verið beðinn um að skrifa undir þagnarskyldusamning (e. NDA), en leikkonan hafi ekki skrifað undir hann fyrr en hann rukkaði hana. Sjálfur hafi Abramovic skrifaði undir hann 12. ágúst, daginn sem síðasti meðferðartíminn átti að fara fram. Leikkonan skrifaði undir þagnarskyldusamninginn þann 27. ágúst.
„Það skiptir engu máli hvenær hún skrifaði undir,“ segir Singer. „Samkvæmt lögum þarftu ekki að skrifa undir eitthvað samdægurs. Abramovic samþykkti NDA og hann braut gegn NDA.“
Þann 28. ágúst deildi Bionic Method á Instagram afriti af samskiptum við aðstoðarmann Beckinsale. „Þegar Kate Beckinsale skuldar þér næstum $3.000 í nudd 😳,“ segir í yfirskrift færslunnar.
Heldur Abramavic því fram að innan 20 mínútna frá því að þessi færsla birtist hafi hann fengið bréf frá Singer þar sem hann sakaði græðarann í fyrsta skipti um að hafa beitt Beckinsale kynferðisofbeldi.
„Ég skrifa fyrir hönd skjólstæðings míns Kate Beckinsale varðandi ranga og skaðabótaskyldu hegðun þína. Þú hefur framið kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi gegn skjólstæðingi mínum. Þú hefur engan rétt til að krefjast greiðslu frá umbjóðanda mínum á grundvelli hegðunar þinnar. Framvegis krefjumst við þess að þú hættir öllu sambandi við skjólstæðing minn og aðstoðarmann hennar og að þú beinir öllum framtíðarsamskiptum til skrifstofu minnar.“
Singer neitar því eindregið að bréf hans hafi verið sent til Abramovic í hefndarskyni og fullyrðir að hann fylgist ekki með Instagram færslum. „Bréf mitt var skrifað til hans út frá því að hann áreitti aðstoðarmann skjólstæðings míns. Þegar ég skrifaði bréfið hafði ég ekki hugmynd um að hann hafði tjáð sig á Instagram,“ segir Singer.
Nokkru seinna byrjaði Beckinsale að gefa í skyn á samfélagsmiðlum að hún hefði verið beitt kynferðisofbeldi og birti nokkur meme um efnið á Instagram sinni. Leikkonan birti síðan Yelp umsagnir um Bionic Method, þar sem Abramovic er sakaður um að vera „skrýtinn“ og „miða á konur“. Önnur umsögn sem hún deildi segir: „Nick er hrollvekjandi.