„Það er enginn fullkominn og að finna „þann rétta“ ætti ekki að vera markmiðið hjá neinum,“ skrifar hún í Story á Instagram í kjölfar fréttaflutnings Smartlands og Vísis.
Miðlarnir greindu frá því í gær að hún væri í leit að herramanni eftir að hún birti mynd af sér í rauðum kjól á samfélagsmiðlum og skrifaði með: „Ég er glæsileg og fáguð kona en hvar eru allir herramennirnir?“
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndina hér að neðan.
View this post on Instagram
Það var sagt að hún virtist vera í leit að hinum eina rétta miðað við færsluna en söngkonan neitar fyrir það og segir að þetta hafi einfaldlega verið grín.
„Er hætt að djóka á samfélagsmiðlum því fjölmiðlar fatta aldrei grínið,“ skrifar hún í Story á Instagram.
„Ég var að skjóta á deit menninguna því þetta er eins og villta vestrið. Ég er ekki að „leita að hinum rétta.“ Svona alhæfing er mjög gamaldags og ekki raunhæf! Það er enginn fullkominn og að finna „þann rétta“ ætti ekki að vera markmiðið hjá neinum. Flestir vilja kynnast góðri persónu sem er með kosti og galla eins og við öll erum með! Hamingja og innri friður býr í okkur öllum.“
Að lokum segir Svala kímin: „Þessi póstur á mínu Insta er ekki auglýsing til að fara á deit. Þetta kallast brandari!“