Botched eru vinsælir raunveruleikaþættir sem hafa verið í loftinu síðan árið 2014.
Monica leitaði til þeirra illa útleikin eftir misheppnaða fegrunaraðgerð.
„Ég fór á snyrtistofu í andlitsmeðferð. Þegar konan var búin rétti hún mér spegil og reyndi að selja mér fylliefni, hún sagði: „Hefurðu tekið eftir því að efri vörin þín er mjög lítil?“ Og ég sagði, já, já.“
@7bravoau Times you don’t want the upsell 😳 #botched #filler ♬ original sound – 7Bravo Australia
Terry Dubrow spurði hvers konar efni var notað, hvort það hafi verið glært eða gruggugt (e. milky).
Monica sagði að það hafi verið gruggugt og drógu þeir þá ályktun að þetta hafi verið sílikon.
Monica sagði að hún hafi strax fundið að eitthvað væri að. „Ég sá strax að fylliefnið var búið að dreifa úr sér og komið fyrir ofan efri vörina. Andlitið mitt leit svo illa út […] Einn daginn vaknaði ég og vörin mín [var risastór], mér leið eins og hún myndi springa. Ég var svo hrædd. Ég fór til læknis og hann sprautaði mig með sterum. Það virkaði eins og kraftarverk í smá tíma, í kannski 7-10 daga en síðan varð andlitið mitt tvöfalt.“
„Ég held að hún fékk hræðileg ofnæmisviðbrögð við fylliefninu sem var sprautað í hana, og það var örugglega mengað. Kannski var það fullt af bakteríum, kannski var það ekki dauðhreinsað. Ef efnið kemur ekki í fullkomlega dauðhreinsuðum umbúðum, þá notarðu það ekki,“ sagði Paul Nassif þegar hann var einn að ræða við myndavélina.
@7bravoau Replying to @Moo. PART TWO: Know what’s going in the body 😰 #botched ♬ original sound – 7Bravo Australia
Bravo birti þriðju klippuna úr þættinum á TikTok, en myndböndin hafa fengið milljónir áhorfa. Monica gekkst undir vel heppnaða aðgerð aðgerð hjá Nassif. Hann vildi síðan sprauta fylliefni í efri vörina og samþykkti Monica það, þrátt fyrir að vera hikandi fyrst.
„Það var ekki auðveld ákvörðun að láta sprauta aftur fylliefni í vörina. Þetta var smá ógnvekjandi en þetta setti punktinn yfir i-ið. Ég hef nú lokað þessum kafla eins og hann byrjaði, með fylliefni. Mér er ekki lengur illt í vörinni, vörin er ekki lengur strekkt. Mér finnst ég frjáls.“
@7bravoau Replying to @catalina_morlet PART THREE: The results are in… 🥺 #botched #filler ♬ original sound – 7Bravo Australia
Fyrir nokkrum árum tröllriðu varafyllingar landinu og virtust allir og amma þeirra vilja stóran stút. Undanfarið hafa hins vegar verið vísbendingar um að því tískufyrirbrigði sé að ljúka en fleiri eru að láta leysa upp gamalt fylliefni í vörum.
DV ræddi við lýtalækninn Hannes Sigurjónsson í nóvember í fyrra um málið.
Hannes sagði að hann sprauti aldrei jafn miklu og venjan er hjá mörgum snyrtistofum sem framkvæma aðgerðina.
„Fyrir mitt leyti þá hef ég verið mjög íhaldssamur, vil fá náttúrulega niðurstöðu og er að nota magn eins og 0,15 eða 0,20 eða 0,30 ml. Á meðan margir aðrir eru að klára sprautuna sem er 1 ml. Það er náttúrulega galið magn, sérstaklega ef þú ert með litlar varir til að byrja með. Það veldur því að efnið fari út fyrir svæðið sem það á að fara á, veldur oft á tíðum ónáttúrulegri niðurstöðu og skapar meiri hættu á alvarlegum fylgikvillum svo sem lokun á æðum.“