fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

NFL-goðsögn skammast sín – Fór óvart í beina útsendingu á Instagram í miðju kynlífi

Fókus
Fimmtudaginn 12. september 2024 14:02

Shannon Sharpe. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi NFL-stjarnan Shannon Sharpe, sem á sæti í frægðarhöll deildarinnar, segist skammast sín eftir að hafa óvart farið í beina útsendingu á Instagram á meðan hann var að stunda kynlíf.

Sharpe er með yfir 3,2 milljónir fylgjenda á miðlinum og leið smá tími þar til hann fattaði hvað væri í gangi. Það sást ekkert nema gólfið inni í svefnherberginu, en það heyrðist í þeim.

Einhver óprúttinn aðili tók upp myndbandið og birti það og fór það fljótlega í dreifingu um netheima.

Shannon Sharpe's Instagram Live video.
Skjáskot/IG

Sharpe reyndi fyrst að afsaka sig og sagði að einhver hafði hakkað sig inn á Instagram aðganginn hans, en gekkst síðan við þessu og sagðist skammast sín.

Haldið einkalífinu frá sviðsljósinu

Ekki er vitað hver konan er en Sharpe hefur alla tíð haldið einkalífi sínu frá sviðsljósi fjölmiðla.

„Augljóslega skammast ég mín,“ sagði hann í þættinum Nightcap.

Shannon Sharpe's Instagram Story.
Hann sagði fyrst að einhver hafði hakkað sig inn á Instagram, sem hann viðurkenndi seinna að væri ekki satt. Skjáskot/Instagram

„Það eru margir sem líta upp til mín og treysta því að ég hagi mér alltaf eins og fagmaður. Og ég reyni það, meira að segja á bak við luktar dyr… Ég olli mér sjálfum miklum vonbrigðum, en ekki fyrir athöfnina sjálfa […] heldur fyrir að hljóðið hafi heyrst. Ég olli mörgum vonbrigðum.“

Sharpe, 56 ára, útskýrði hvernig þetta gerðist. „Ég fleygði símanum mínum í rúmið og við byrjuðum síðan. Ég vissi ekki um Instagram Live, ég hef aldrei farið „live“ á Instagram og hef ekki hugmynd um hvernig það virkar, en allt í einu byrjaði ég að fá fullt af símtölum og skilaboðum í hinn símann minn.“

NFL legend Shannon Sharpe on sexually explicit Instagram Live: 'My heart sank. It dropped' | Trending - Hindustan Times

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“