Sharpe er með yfir 3,2 milljónir fylgjenda á miðlinum og leið smá tími þar til hann fattaði hvað væri í gangi. Það sást ekkert nema gólfið inni í svefnherberginu, en það heyrðist í þeim.
Einhver óprúttinn aðili tók upp myndbandið og birti það og fór það fljótlega í dreifingu um netheima.
Sharpe reyndi fyrst að afsaka sig og sagði að einhver hafði hakkað sig inn á Instagram aðganginn hans, en gekkst síðan við þessu og sagðist skammast sín.
Ekki er vitað hver konan er en Sharpe hefur alla tíð haldið einkalífi sínu frá sviðsljósi fjölmiðla.
„Augljóslega skammast ég mín,“ sagði hann í þættinum Nightcap.
„Það eru margir sem líta upp til mín og treysta því að ég hagi mér alltaf eins og fagmaður. Og ég reyni það, meira að segja á bak við luktar dyr… Ég olli mér sjálfum miklum vonbrigðum, en ekki fyrir athöfnina sjálfa […] heldur fyrir að hljóðið hafi heyrst. Ég olli mörgum vonbrigðum.“
Sharpe, 56 ára, útskýrði hvernig þetta gerðist. „Ég fleygði símanum mínum í rúmið og við byrjuðum síðan. Ég vissi ekki um Instagram Live, ég hef aldrei farið „live“ á Instagram og hef ekki hugmynd um hvernig það virkar, en allt í einu byrjaði ég að fá fullt af símtölum og skilaboðum í hinn símann minn.“