fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fókus

Myndaveisla: Hönnun Línu Birgittu á tískuvikunni í New York – „Þetta voru klárlega gleðitár“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. september 2024 13:15

Lína Birgitta er ótrúlega þakklát eftir þessa upplifun. Mynd/Arnór Trausti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og hönnuðurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir sýndi nýjustu vörulínu íþróttavörufyrirtækis hennar, Define the Line, á tískuvikunni í New York.

DV sló þráðinn til Línu Birgittu sem er stödd í stórborginni ásamt unnusta sínum, Guðmundi Birki Pálmasyni, og stjúpdóttur sinni, Lilju.

Lína Birgitta og Gummi Kíró. Aðsend mynd.

„Ferðin byrjaði á fundi um sýninguna sjálfa, svo var mátun (e. fitting) daginn eftir. Þá hittir maður fyrirsæturnar og er að taka lokaákvarðanir um hver á að vera í hverju, sjá hvernig vörurnar eru á fyrirsætunum og ákveða hvernig maður vill hafa sýninguna. Næsta dag, sem var í gær, var tískusýningin sjálf og það gekk svakalega vel. Ég er svo ótrúlega ánægð og mér fannst svo gaman að heyra frá fólki sem kom upp að mér – sem hafði komið við vörurnar – og sagði að þetta væru gæðaæfingaföt, fólk sem er alveg með vit á æfingafötum. Því ég legg svo mikið upp úr því að vera með góð efni í vörunum frá Define the Line, það er það sem legg mikla áherslu á.“

Lína í viðtali. Aðsend mynd.
Lína í viðtali. Aðsend mynd.

Falleg staðsetning

Tískusýningin var á stórum og fallegum svölum í byggingu sem heitir 22 Vanderbilt. Veðrið var fullkomið og hefði allt saman ekki getað gengið betur upp.

„Ég var að sýna nýja vörulínu (e. collections). Þetta voru átta sett, eða „lúkk“, í heildina. Það sem einkennir þessa línu eru jarðtónar,“ segir Lína Birgitta.

Mynd/Arnór Trausti
Lokalúkkið. Mynd/Arnór Trausti

„Svo var síðasta settið, lokalúkkið sem er kallað „the signature piece“ úr jöklaprinti.“ Lína Birgitta tók mynd af jökli og setti hann á flíkurnar.

„Þetta eru mjög stílhreinar vörur, kvenleg snið og jarðtónar,“ segir hún.

Parið að ganga inn í bygginguna. Aðsend mynd.
Svalirnar. Mynd/Arnór Trausti

Ljósmyndari frá ELLE

Það var margt um manninn á sýningunni. „Þetta voru fjölskyldumeðlimir, erlendir áhrifavaldar og stílistar meðal annars. Svo voru fullt af ljósmyndurum,“ segir hún.

„Ljósmyndararnir eru meðal annars frá stórum tímaritum á borð við Elle. Þannig ég er mjög spennt að sjá lokaútkomuna á myndunum, þó ég hafi verið með Arnór Trausta, ljósmyndara, með mér í ferðinni.“

Lína Birgitta fyrir sýninguna. Mynd/Arnór Trausti
Fyrir sýninguna. Aðsend mynd.
Mynd/Arnór Trausti
Nóg að gera. Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti

Rússíbanareið tilfinninga

„Tilfinningin eftir sýninguna var alls konar,“ segir Lína Birgitta.

„Ég fékk einhvern veginn allar tilfinningar í einu. Ég fann fyrir ótrúlega miklu þakklæti og ég var líka ótrúlega meðvituð allan tímann að njóta mín, vera í augnablikinu og uppskera það sem ég er búin að sá. Því ég er búin að leggja svo mikla vinnu í þessa vörulínu og í þetta ævintýri og vildi bara njóta mín að vera þarna, sem ég gerði.“

Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti

Gleðitár

Það er venja að undir lok tískusýningar, þegar allar fyrirsæturnar hafa gengið pallinn, gengur hönnuðurinn á eftir þeim.

„Þegar ég var búin að því þá helltust allar tilfinningar yfir mig. Ég fór inn á bað og ég fór bara að gráta. Þetta voru klárlega gleðitár. En þá fann ég hvernig tilfinningarnar voru alls konar og ég þurfti einhvern veginn að losa um þær með því að gráta,“ segir Lína Birgitta og bætir við að hún finni fyrir miklu þakklæti.

Lína gekk niður pallinn. Mynd/Arnór Trausti

Í dag ætlar hún að njóta dagsins í borginni sem aldrei sefur. „Planið í dag er að rölta um borgina en það er nóg að skoða. Og að njóta þess að vera í New York með Gumma og Lilju,“ segir hún.

Sjáðu fleiri myndir hér að neðan.

Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Feðgin Gummi og Lilja. Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti
Mynd/Arnór Trausti

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lína Birgitta fer með Define the Line út fyrir landsteinana. Í fyrra tók hún þátt í tískuvikunni í París.

Sjá einnig: „Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja en ég fæ alltaf jafn mikinn sting í magann þegar ég hugsa út í þetta“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“
Fókus
Í gær

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101
Fókus
Í gær

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi
Fókus
Í gær

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar