Dave Grohl, gítarleikari og söngvari í hljómsveitinni Foo Fighters og fyrrverandi trommuleikari í Nirvana, hefur tilkynnt að hann hafi eignast stúlkubarn utan hjónabands. Meðal fjölmiðla sem greina frá þessu er rokkmiðillinn Blabbermouth.
Grohl skrifaði á Instagram-síðu sína:
„Nýlega varð ég faðir nýfæddrar stúlku, sem fædd er utan hjónabands míns. Ég ætla mér að verða henni ástríkt og styðjandi foreldri. Ég elska eiginkonu mína og börnin mín og ég mun gera allt sem ég get til að endurvinna traust þeirra og öðlast fyrirgefningu þeirra.“ – Ennfremur bað Grohl aðdáeundur sína um nærgærni og tillitssemi í garð þeirra sem í hlut eiga.
Þess má geta að Grohl er með lokað fyrir ummæli undir færslu sinni.
Dave Grohl hefur nokkrum sinnum komið til Íslands, til dæmis spilaði Foo Fighters á Secret Soltice tónlistarhátíðinni í Reykjavík árið 2017. Blandaði hann þá geði við Hrafnkel Örn, trommuleikari í hljómsveitinni Agent Fresco.