fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fókus

Viðskiptavinur fékk flogakast í miðjum húðflúrstíma

Fókus
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 13:32

Jesus og Olga. Mynd/Blekaðir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin og húðflúrarnir Olga Krechet og Jesus Gomez eru gestir í nýjasta þætti af Blekaðir á streymisveitunni Brotkast.

Olga er rússnesk og Jesus er spænskur og þau eru stödd á landinu um smá skeið til að húðflúra. Í þættinum sagði Olga frá eftirminnilegum viðskiptavini sem leið tvisvar yfir í stólnum.

„Ég held að það hvíli á mér bölvun. Það líður stundum yfir viðskiptavini hjá mér,“ sagði hún.

„Einu sinni var ég með þýska konu í stólnum hjá mér. Hún talaði varla ensku en ég reyndi að útskýra fyrir henni að ef henni myndi líða illa á einhverjum tímapunkti þá ætti hún að láta mig vita, við myndum taka pásu, hún gæti hvílt sig og ég gefið henni smá nammi eða eitthvað. Hún kinkaði kolli en mér fannst smá skrýtið að hún talaði ekki.“

Olga var að húðflúra herðablað konunnar og sat á bak við hana. Allt í einu fór konan að halla sér meira fram og áttaði Olga sig á því að það væri að líða yfir konuna.

„Ég greip hana og hún byrjaði að hristast öll, hún byrjaði að æla og pissaði á sig. Hún missti síðan meðvitund. Hún lá á gólfinu og ég horfði á hana og hugsaði að við værum búnar í dag. Þetta var ógnvekjandi, en hún hefur verið flogaveik og ekki sagt neitt.“

Sá sem átti stofuna þar sem Olga var að húðflúra kom fram með hreinar buxur handa konunni og síðan var haldið áfram með tattúið.

„Ég hugsaði með mér hvort það væri eðlilegt að við værum að halda áfram. Ég sagði það sama við hana, að hún ætti að láta mig vita ef henni myndi byrja að líða illa,“ sagði Olga.

„Við byrjuðum og það leið aftur yfir hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lætur ung börn sín borga leigu – Segir skólakerfið ekki kenna þeim nóg um fjármál

Lætur ung börn sín borga leigu – Segir skólakerfið ekki kenna þeim nóg um fjármál
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjólahvíslarinn í nýjum ævintýrum – „Ég gæti alveg vanist þessu“

Hjólahvíslarinn í nýjum ævintýrum – „Ég gæti alveg vanist þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?