fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fókus

Drekkur þú úr plastflöskum? – Þú ættir þá að hugsa þig tvisvar um í ljósi nýrrar rannsóknar

Fókus
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 16:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert einn af þeim sem þambar drykki beint úr plastflösku þá er áhugavert að skoða niðurstöður rannsóknar sem nýlega birtist í tímaritinu Microplastics. Samkvæmt þeim getur það neikvæð áhrif á blóðþrýsting að drekka úr plastflösku út af örplastinu sem berst þannig inn í blóðrásina.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt hefur örplast, eða litlar plastagnir, komið sér fyrir út um allt og finnst jafnvel í fylgjum ófæddra barna. Þessar agnir finnst líka flestum mat sem við borðum og í flestu drykkjarvatni. Þessar agnir geta svo komist inn í líffærin okkar og í blóðið. Áhrifin af þessu örplasti í líkamanum geta verið margskonar, einkum veldur það hormónaójafnvægi og vísbendingar eru um orsakasamhengi milli plastagna og tiltekinna tegunda krabbameins.

Samkvæmt framangreindri rannsókn virðist plastið einnig hafa áhrif á blóðþrýsting. Rannsóknin sem fór fram á vegum læknadeildarinnar við Danube háskólann í Austurríki sýndi marktæka lækkun á blóðþrýstingi þátttakenda sem hættu að drekka úr plast- og glerflöskum og drukku þess í stað beint úr krananum. Þessi áhrif komu fram á aðeins tveimur vikum.

„Niðurstöðurnar benda til þess, í fyrsta sinn, að með því að draga úr plastnotkun sé mögulega hægt að lækka blóðþrýsting, og þá líklega út af minna magni plastagna í blóðrásinni,“ segir í tilkynningu rannsakenda.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að meðalmaðurinn neytir um 5 gramma af örplasti á viku, en til að setja það í samhengi þá vega greiðslukort jafnan um 5 grömm.

Rannsakendurnir við Danube háskólann telja niðurstöðu sína gefa skýrt til kynna að fólk ætti að forðast drykki í plastflöskum. Samkvæmt annarri rannsókn er svo hægt að draga enn meira úr plastögnum drykkjarvatns með því að sjóða kranavatn og sía.

New York Post greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg
Fókus
Í gær

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“
Fókus
Í gær

„Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli“

„Ég man að ég hugsaði oft, hvað ef að Katrín Jakobsdóttir hefði lent í sama máli“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástarsvindlarar og eltihrellar

Ástarsvindlarar og eltihrellar
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ekki hefði mig grunað fyrir nokkrum árum í miðri og langri ófrjósemisbaráttu að þetta yrði staðan í dag“

„Ekki hefði mig grunað fyrir nokkrum árum í miðri og langri ófrjósemisbaráttu að þetta yrði staðan í dag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lífið breyttist eftir höfuðhöggið – „Það var öllu kippt undan mér“

Lífið breyttist eftir höfuðhöggið – „Það var öllu kippt undan mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stærsta endurkoma ársins – Linkin Park tilkynna plötu og tónleikaferðalag

Stærsta endurkoma ársins – Linkin Park tilkynna plötu og tónleikaferðalag