Fjöldi meðlima á Reddit hafa klórað sér í hausnum af ergelsi við að finna mann í bláum jakka á fjallinu og það á 30 sekúndum eða minna.
Eða eins og sagt er í Reddit-þræðinum: aðeins þeir sem hafa arnarsjón geta fundið manninn á 30 sekúndum.
Til í þessa áskorun? Það er jú þriggja daga helgi. Gangi þér vel.
Fjallið er Tryfam í Wales í Bretlandi, sem hjálpar akkúrat ekkert til við að finna manninn.
Hægt er að stækka myndina með því að smella fyrst á Reddit-þráðinn hér, og síðan á myndina sjálfa, en nærri 4000 athugasemdir hafa verið skrifaðar við myndina.