Jói Fel greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni en Eva fagnaði einmitt fimmtugsafmæli sínu í gær. Jóhannes gat ekki leynt gleði sinni þegar hann greindi frá tíðindunum í gærkvöldi.
„Afmælisskvísan sagði svo bara já við kallinn. Það sem Miami Beach gerir fyrir mann, allt eins og það á að vera,“ sagði hann og birti fallegar myndir af þeim saman.
Jói og Eva eru bæði í fantaformi og er hún til dæmis margfaldur Íslandsmeistari í fitness. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningamaður og hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna. Jói Fel er einn þekktasti bakari landsins og rak hann samnefnt bakarí í fjölda ára.
Fókus óskar Evu og Jóa innilega til hamingju með ástina!
View this post on Instagram