fbpx
Laugardagur 14.september 2024
Fókus

Emilio Santoro sigraði í Graceland

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Emilio Santoro sigraði The Ultimate Elvis Tribute Artist Contest sem haldið var á Graceland-búgarðinum, heimili konungs rokksins í Memphis Tennessee, um helgina. Viðburðurinn í Graceland er bæði sá eftirsóttasti og sá eini sem Elvis Presley Enterprises leggur blessun sína yfir og dregur því að alla bestu Elvis-flytjendur heimsins. 

Santoro er á leið til Íslands en hann mun stíga á svið í Eldborgarsal Hörpu þann 20. september og skemmta íslenskum Elvis aðdáendum. Kappinn mætir því í toppformi til Íslands frá Graceland með sína margverðlaunuðu sýningu Emilio Santoro sem Elvis og aðeins þetta eina kvöld. Santoro treður upp með níu manna bandi, The Creoles, og túlkar Elvis á yngri árum á magnaðan hátt í mörgum af stærstu rokksmellum sögunnar: Jailhouse Rock, Devil in Disguise, Can’t Help Falling in Love, Hound Dog, Always on My Mind og fleirum.

„Ég er mjög spenntur að koma til Íslands í fyrsta sinn og skemmta í Hörpu,“ segir hinn 21 árs gamli Santoro. Hann kom fyrst fram í Bandaríkjunum í Memphis, heimaborg Elvis, þegar hann var 17 ára. Þar sigraði hann í Images of the King sem er heimsmeistaramót áhugamanna í hlutverki Elvis, áður en hann vann tvo eftirsótta Elvis-titla í Bretlandi sama ár. Hann hefur einnig heillað áhorfendur upp úr skónum í úrslitum America’s Got Talent árið 2022. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“

Faðir Helga Ómars hjálpaði honum að koma út úr skápnum – „Mér fannst hann allt í einu verða frjáls“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“

Krabbameinsmeðferð Katrínar lokið – „Lífið eins og þú þekkir það getur breyst á augabragði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg

Stjarnan nær óþekkjanleg á rauða dreglinum – Svona missti hann 25 kg