Rob Schneider er leikari, hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í gamanmyndunum Deuce Bigalow: Male Gigolo, Grown Ups, The Hot Chick og 50 First Dates.
Elle King ber föður sínum ekki góða söguna og segir að hann hafi neytt hana til að eyða tveimur sumrum í megrunarsumarbúðum (e. weight loss camp) fyrir krakka.
„Ég var mjög, mjög þungur krakki,“ sagði Elle King í hlaðvarpsþættinum Dumb Blonde á dögunum.
„Pabbi sendi mig í megrunarsumarbúðir. Það var erfitt og ég lenti í vandræðum eitt árið því ég meiddi mig á ökkla og léttist ekkert, þetta var mjög eitrað og kjánalegt.“
Móðir King, 35 ára, er London King, fyrsta eiginkona Rob Schneider. Þau skildu þegar hún var barn og ólst King mestmegnis upp hjá móður sinni og stjúpföður en eyddi stundum sumrum með föður sínum.
„Ef ég var hjá honum yfir sumartímann þá var ég með honum á tökustað. Ég týndist bara í hamaganginum. Ef ég klúðraði einhvern tíma upptöku, handleggurinn minn sást kannski á mynd eða ég var að tala, þá lenti ég í fokking vandræðum,“ segir hún.
@xomgitsbunnie OUT TOMORROW on patre0n & Monday everywhere else 🎙️👱♀️ my sister @Elle King doesnt hold back! She addresses everything #elleking ♬ original sound – Bunnie Xo 🪄
King segir að faðir hennar hafi spilað stórt hlutverk varðandi hvernig móðir hún er í dag. Hún á soninn Lucky sem er tveggja ára.
„Pabbi gleymdi hverju einasta afmæli. Ég eyddi átján ára afmælisdegi mínum í sumarskóla og þau gáfu mér bollakökur og þegar ég kom heim var pabbi búinn að gleyma hvaða dagur var. Ég passa að hvert afmæli sé sérstakt fyrir son minn því ég veit hvernig það er að vera gleymd á afmælisdeginum þínum.“
King og Schneider eru í litlu sem engu sambandi í dag. „Ég vil ekki tengjast honum. Hann er bara ekki viðkunnalegur. Ég er ósammála mörgu sem hann segir,“ segir hún og bætir við að þó manni langi til þess þá geti maður ekki breytt því sem aðrir gera og segja.
„Þú getur ekki stjórnað tilfinningum annarra. Eina sem þú getur stjórnað er hvernig þú bregst við og hvað þú gerir við þínar tilfinningar,“ segir hún.
Leikarinn hefur verið harðlega gagnrýndur í gegnum árin fyrir fordómafull ummæli um trans fólk og samkynhneigða. Hann var meðal þeirra sem gagnrýndi opnunaratriði Ólympíuleikana í ár, þar sem dragdrottningar komu fram. Hann sagði að atriðið hafi verið „vanvirðing við kristindóm og hafi opinberlega fagnað Satan.“
King svaraði föður sínum. „Hann er að tala með rassgatinu. Ég vil nýta þetta tækifæri til að segja að ég er ósammála honum. Ég er ekki sammála því sem hann segir. Ég trúi á alls konar ást. Ég trúi að hver og einn eigi skilið að finna sína hamingju hvernig sem hún er.“