fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fókus

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 12. júlí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarahjónin Ben Affleck og Jennifer Lopez hafa nú formlega sett heimili sitt í Beverly Hills í Los Angeles í sölu. Ljóst er að svokölluð skúffusala hefur ekki gengið eftir, en þá er eign til sölu hjá fasteignasala en ekki auglýst. Fregnir af yfirvofandi skilnaði hjónanna hafa tröllriðið fjölmiðlum vestanhafs og eru birtar fréttir af þeim hjónum í flestum miðlum þar ytra.

Eignin var auglýst opinberlega seinni part fimmtudags og vilja hjónin fá 68 milljónir dala fyrir hana, sem er um 8 milljónum meira en þau borguðu fyrir eignina fyrir ári síðan. Eignin er meðal annars með 12 svefnherbergjum og 24 baðherbergjum og stærðin er 3000 fm.

Í lýsingu á eigninni segir að hún hafi verið endurnýjuð af hæsta gæðastigi á síðustu fjórum mánuðum.

Á fimm hektara eigninni er einnig aðskilin 465 fermetra gestaíbúð, hús fyrir húsvörð, tveggja herbergja varðhús, rúmgóður 12 bíla bílskúr og bílastæði fyrir 80 ökutæki. Í húsinu er einnig fullbúin líkamsræktarstöð, hnefaleikahringur, íþróttasetustofa, bar og körfubolta- og pickleboltavellir.

Hjónin eyddu tveimur árum í að leita að hinu fullkomna heimili áður en þau festu kaup á eigninni í maí árið 2023, munu þau hafa staðgreitt eignina, alls 60,85 milljónir dala. Húsið var skráð til sölu fyrir 135 milljónir dala árið 2018 áður en söluverð var  í 75 milljónir dala fimm árum síðar.

Þrátt fyrir að hjónin hafi keypt húsið langt undir ásettu verði má gera ráð fyrir að þau sitji uppi með tap vegna kostnaðar við endurbætur og skatta á eigninni. 

Þrátt fyrir að hafa lagt út stórfé fyrir eignina efur Affleck sagt að honum hafi aldrei líkað við eignina. Í síðasta mánuði sagði heimildamaður við People að hjónin hefðu verið óánægð með kaupin um tíma. „Ben líkaði aldrei við húsið. Það er of langt frá börnunum hans.“ Lopez mun hafa sagt að eignin væri of stór fyrir hana.

Lopez hefur búið ein á heimilinu undanfarna mánuði og Affleck í leiguhúsnæði um 30 mínútur frá heimilinu. Mun hann hafa flutt allar eigur sínar af heimilinu meðan Lopez frá sér í Evrópuferð. Miðlar vestanhafs segja litlar líkur á að hjónin geti bjargað hjónabandinu, en því hafi í raun lokið fyrir mörgum mánuðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Prins kominn með vinnu en það má ekki segja hvar

Prins kominn með vinnu en það má ekki segja hvar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hitnaði í kolunum þegar vinkonurnar reyndu að ræða málin

Hitnaði í kolunum þegar vinkonurnar reyndu að ræða málin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þráir að verða Íslendingur

Þráir að verða Íslendingur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“

Brast í grát þegar hún greindi aðdáendum frá því hvernig gestir á ofurhetju-ráðstefnu gengu yfir strikið – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

James Earl Jones er látinn – Talaði fyrir Svarthöfða í Stjörnustríði

James Earl Jones er látinn – Talaði fyrir Svarthöfða í Stjörnustríði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“

Unnur fagnar kærkominni þyngdaraukningu – „Ég hélt að ég fengi aldrei bossann minn aftur“