fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Fókus

Þess vegna elska moskítóflugur flesta Íslendinga

Fókus
Föstudaginn 21. júní 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru flestir í O blóðflokk, eða 54% landsmanna. Þetta boðar ekki gott fyrir þá sem ætla til útlanda þar sem moskítóflugur elska O blóð. Eins geta matar- og drykkjarvenjur landsmanna, sem margir eru á Ketó, stunda föstur eða þykir gott að fá sér smá bjór í sólinni, leitt til fleiri bita.

Hún er smá, hún er víða og hún er skæð plága. Moskítóflugan finnst víða og veldur mismiklum leiðindum eftir því hvar við hittum hana fyrir. Hér í Norður-Evrópu veldur hún fyrst og fremst roða, bólgu og kláða en á öðrum stöðum getur hún borið með sér skæða sjúkdóma á borð vð malaríu og beinbrunasótt.

Margir hafa þó lent í því að verða verr fyrir bariðnu á plágunni en aðrir ferðafélagar. Nú gæti svarið líklega legið fyrir um hver ástæðan að baki því er. Samkvæmt rannsókn sem birtist í Journal of Medical Entomology sækir flugan meira í þá sem eru í blóðflokknum O, eða næstum tvisvar sinnum meira en þá sem eru í A flokki. Efni sem líkaminn losar frá sér sendir flugunni skilaboð um blóðflokk og flugan virðist heldur sækja í O-flokkinn en aðra. Þetta eru efni á borð við koltvíoxíð og mjólkursýra sem vöðvar okkar losa við áreynslu.

Moskítóflugan hefur frábæra sjón en heldur sig nærri jörðu til að forðast vind. Dökkir litir, til dæmis svartur, dökkblár og rauður, draga flugurnar að sér.

Rannsóknir á moskítóflugum hafa sýnt að flugan sækir meira í fólk sem er með hærri líkamshita, svo sem fólk sem hefur verið að stunda mikla hreyfingu eða drekkur áfengi. Allt sem veldur því að við í raun hitnum og svitnum. Fólk í yfirþyngd eða þau sem eru þunguð eiga til með að vera heitari en aðrir svo þau eru álitlegri í augum flugnanna. Ein rannsókn sýndi að þeir sem höfðu drukkið bara einn bjór voru líklegri til að vera bitnir en þeir sem höfðu ekkert áfengi smakkað. Eins laðast flugan að táfýlu.

Föstur og Ketó laða flugurnar að

Jonathan F. Day,  prófessor í skordýrafræði við Háskólann í Flórída, segir að besta leiðin til að forðast bit sé að forðast alla áreynslu við sólarupprás og sólsetur. Eins sé gott að hylja eins mikið af húðinni og hægt er. Hann bendir eins á DEET flugnafælu en minnir á að fólk þarf að bera slíkt reglulega á sig, eða á um 90 mínútna fresti. Moskítóflugur eigi erfitt með mótvind svo viftur gera einnig sitt gagn. Hann bendir á að moskítóflugur laðast að asetoni, sérstaklega því sem kemur úr útöndunarlofti þeirra sem eru með sykursýki, eru fastandi eða hjá þeim sem borða lítið af kolvetnum.

Day segir að það versta sem fólk getur gert eftir að það er bitið er að klóra sér. Slíkt komi að stað keðjuverkun sem leiði til frekari kláða og ef fólk klórar sig til blóðs er hætt við sýkingu. Frekar ætti fólk að nota klaka til að kæla bitið, eða nota kláðakrem. Ofnæmistöflur geti eins komið að gagni.

Nánar má lesa um málið hjá Lifandi vísindum og Huffpost

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“

Einn ferðafélaga Sunnu Kristínar er lífsógnandi sjúkdómur – „Sem ég veit aldrei hvenær skýtur aftur upp kollinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“

Ísdrottningin gefur út lífsstílsleiðarvísi – „Dýrmætt verkfæri fyrir allar stelpur og konur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“

Börn Diddy standa með honum í flóðbylgju ásakana á hendur honum – „Síðasti mánuður hefur tortímt fjölskyldu okkar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy var kominn með buxurnar á hælana þegar ónefnd íþróttastjarna stöðvaði hann

Diddy var kominn með buxurnar á hælana þegar ónefnd íþróttastjarna stöðvaði hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar var fastur í hreinasta helvíti – „Þetta var mikil þjáning“

Ívar var fastur í hreinasta helvíti – „Þetta var mikil þjáning“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kjóllinn sem hefur skipt netverjum í fylkingar – Er þetta óviðeigandi fyrir vinnuna?

Kjóllinn sem hefur skipt netverjum í fylkingar – Er þetta óviðeigandi fyrir vinnuna?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Regína átti læknatíma á 20 ára afmæli sonarins – Færði hann um dag viss um að fréttirnar yrðu slæmar

Regína átti læknatíma á 20 ára afmæli sonarins – Færði hann um dag viss um að fréttirnar yrðu slæmar