fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
Fókus

Steinunn segir karlmenn eiga að greiða stefnumótið því konur eyði mun meiri tíma og fjármunum í útlitið – „Þeir fara í sturtu með uppþvottalög og mæta á deitið“

Fókus
Þriðjudaginn 18. júní 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hugsa oft bara ókei ef maður er að fara á deit með gæja og ef maður á að borga 50/50. Hugsið stelpur aðeins út í það, að þið keyptuð ykkur kannski outfit fyrir kvöldið eða áttuð eitthvað geggjað outfit. Þar eruð þið búnar að eyða pening,“

segir Steinunn Ósk Valsdóttir í hlaðvarpsþættinum Skipulagt Chaos. Steinunn Ósk og meðstjórnandi hennar, Selma Soffía Guðbrandsdóttir ræða stefnumótamenninguna hérlendis og hver eigi að borga brúsann þegar kemur að stefnumótum.

Myndskeið af spjallinu sem deilt hefur verið á TikTok hafa vakið athygli.

„Við erum bókstaflega að tala um að þeir fara í sturtu með fokking uppþvottalög og mæta á fokking deitið. Takið aðeins inn í að öllum karlmönnum langar að hafa konu sem hugsar vel um sig og lítur vel út og bjóða henni á deit þannig að allir sjái að hann sé með henni á deiti,“ segir Steinunn Ósk.

@skipulagt.chaos🥲♬ original sound – Skipulagt Chaos 💙

Segir hún konur taka sér mun meiri tíma í að hafa sig til fyrir stefnumót og jafnframt eyða almennt mun meiri pening í að líta vel en karlmenn.

„Þið gerðuð ykkur til, eydduð fullt af tíma í það. Við vitum að konur eyða miklu meiri pening í að lúkka vel í hverjum einasta mánuði. Það eru neglur, hár, fara í litun, fara í plokkun – það er brúnkukremið sem við setjum á okkur,“ segir Steinunn Ósk. Og Selma Ósk bætir við: „allt make-upið og allt skincare-ið.“

Steinunn Ósk segir konur þannig greiða mun meira en helming fyrir stefnumótið, ef parið ákveður að deila reikningnum, því þær eru jú búnar að eyða fullt af peningum í að líta vel út á stefnumótinu.

„Já. Ef þú mætir á deitið og átt að borga 50% á móti gæjanum þá ertu í rauninni samt alltaf að borga meira því þú hefur meira fyrir því að líta betur út og þú ert „the prize“ á þessu deiti og hann er að reyna að ná þér – afhverju í fokkanum ættir þú að borga líka?“ segir Steinunn Ósk.

Í athugasemdum við myndbandið tjá nokkrir sig og er einn með lausnina svo reikningnum verði skipt jafnt:

„Tips fyrir strákana sem eru að deita, fá sér 200k tatto fyrir deit og fá gelluna til að splitta því 50/50 ! (gott að taka afrit með)

„Við sækjum ykkur á bíl sem við áttum þannig það er 3 mills okkur í vil.. sérðu hvað þetta hljómar heimskulega????“

„Er ekki í lagi með ykkur? svona í alvöru talað? menn eyða pening í deit, fatnað og effort. Jafnréttið snýr greinilega að því að konur þurfi ekkert að hugsa í deitmenningu annað en lúkkið…,,“ segir annar, sem segir að sá sem býður á stefnumótið eigi að greiða fyrir það, þetta sé ekki flókið.

Kona ein spyr: „Eru bara flestir karlmenn í dag að gera kröfur um neglur, plokk og lit, klippingu, brúnkukrem og rándýrt outfit?“

„Mig sárnar að sjà hversu veruleikafyrrtar konur eru að verða. Þær vilja jafnrétti en samt ekki ? Eða bara þegar það hentar þeim ? Sýnir bara hversu miklir kjánar stelpur eru orðnar.“

„Omg sumir þurfa ekki einu sinni að nota fokking uppþvottalög til að búa til mikla froðu.“

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rashford missir prófið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna

Atli tilnefndur til EMMY-sjónvarpsverðlauna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa

Deilir Íslandsheimsókn í beinu streymi – Þúsundir fylgjenda horfa