fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fókus

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. apríl 2024 18:30

Jennifer Lopez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan Jennifer Lopez hefur loksins selt þakíbúð sína nálægt Madison Square Park á Manhattan eftir sjö ár á sölu opinberlega og í skúffusölu. „Samningur hefur verið undirritaður“ samkvæmt lúxusfasteignafyrirtækinu Brown Harris Stevens.

Lopez setti íbúðina upphaflega á sölu fyrir um 27 milljónir dala árið 2017 áður en hún lækkaði verðið um tveimur árum síðar. Lopez keypti íbúðina fyrir rúmar 20 milljónir dala árið 2014. Eftir tvö ár í sölu án árangurs lækkaði Lopez verðið í mars 2019 niður í 25 milljónir dala, eignin var síðan tekin af söluskrá í október 2021.

Íbúðin er 883 fm í sögufrægu húsi frá 1924 og er með fjórum einkaveröndum með útsýni yfir New York. Í húsinu er dyravörður í fullu starfi, læst sérgeymsla og lyklalæst lyfta. Íbúðin er á tveimur hæðum. Á neðri hæð er úrvals eldhús með stórri eyju, vínkæliskáp og morgunverðarbar og opin borðstofa. Einnig fylgir sér gestaálma á neðri hæð með þremur rúmgóðum svefnherbergjum, starfsmannaíbúðum og þvottahúsi.

Á efri hæðinni er aðalsvefnherbergissvíta með tveimur aðskildum baðherbergjum, stóru fataherbergi með lofthæðarháum skápum, baðkari og tveimur sérveröndum. Þasr er einnig sjónvarpsherbergi með aðgang að verönd sem snýr í suður með útsýni yfir Madison Square Park.

Lopez og eiginmaður hennar Ben Affleck keyptu einbýlishús síðasta sumar í Beverly Hills í Bandaríkjunum eftir mikla leit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ríkur karlmaður setti eiginkonu sinni klikkaða reglu – „Svívirðilegasti“ kaupmáli sögunnar

Ríkur karlmaður setti eiginkonu sinni klikkaða reglu – „Svívirðilegasti“ kaupmáli sögunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagður vera kominn til vits og ára um samband hans og Jennifer Lopez – „Þetta mun aldrei virka“

Sagður vera kominn til vits og ára um samband hans og Jennifer Lopez – „Þetta mun aldrei virka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu