fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Fókus
Sunnudaginn 14. apríl 2024 19:05

Sigríður Pétursdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur deilir á Facebook-síðu sinni sögu af lækningamætti miðilsins Einars Jónssonar á Einarsstöðum. Í gær birtist helgarviðtal DV við dóttur Einars, Olgu Mörtu Einarsdóttur.

Sjá einnig: Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Sigríður leitaði til Einars á unga aldri vegna alvarlegra íþróttameiðsla. Hún skrifar:

„Þegar ég var menntaskólamær og bjó hjá Svönu frænku lenti ég í því að slíta bæði liðþófa og liðband í hnénu. Íþróttameiðsl. Fór til læknis og í myndatöku. Skuggaefni var sprautað í hnéð og þetta var niðurstaðan. Ég átti að fara í aðgerð sem einhver bið yrði á. Svana frænka tók utan um mig, horfði djúpt í augun á mér og sagði – jæja elskan mín, nú held ég að við hringjum í Einar. Þegar hún kom úr símanum sagði hún að um nóttina kæmu til mín læknar og ég skyldi ekkert verða hissa þó mér yrði dálítið heitt. Verkirnir í hnénu myndu trúlega versna í bili. Þetta fór allt eins og hún sagði en nokkrum dögum síðar var hnéð ekki lengur bólgið og ég gat hoppað og dansað, mér til mikillar ánægju. Mánuði síðar fór ég aftur í myndatöku og gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu. Þetta á nú bara ekki að geta gerst, sagði annar þeirra!“

Sigríður segist bera traust til vísindanna en bendir á að við vitum ósköp lítið um heiminn:

„Einar var með eindæmum ljúfur og hóvær. Tók aldrei greiðslu fyrir að hjálpa fólki. Sama má segja um elsku Svönu frænku sem tók á móti endalausum straumi af fólki sem hún hjálpaði. Mörg þeirra áttu fáa að, voru utangátta eða áttu við andleg veikindi að stríða. Mildi hennar og bjartsýni voru á við 1000 sálfræðitíma. Það var bæði mannbætandi og þroskandi að búa hjá henni.

Ég er afar þakklát fyrir læknavísindin, og vísindi yfir höfuð, en við vitum ósköp lítið um heiminn ennþá.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise