fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Þetta er hræðileg ástæða þess að hin heimsfræga Duffy hvarf úr sviðsljósinu

Fókus
Mánudaginn 1. apríl 2024 18:30

Duffy hafði öðlast heimsfrægð fyrir tónlist sína

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska söngkonan Amiee Anne Duffy, betur þekkt undir nafninu Duffy, skaust upp á stjörnuhimininn með plötunni Rockferry árið 2008 þar sem sérstaklega tvö lög, Mercy og Stepping Stone, fóru sem eldur um sinu um heimsbyggðina.

Söngkonan hvarf hins vegar skyndilega úr sviðsljósinu árið 2011 og hefur að mestu haldið sig til hlés síðan.

Níu árum síðar. í febrúar 2020, greindi söngkonan skyndilega frá ástæðu hvarfsins í færslu á heimasíðu sinni. Þar sagði hún að hún hefði lent í þeirri hræðilegu lífsreynslu að vera byrlað ólyfjan og nauðgað hrottalega.

Eyddi heilum áratugi ein og yfirgefin

Í annarri færslu, tveimur mánuðum síðar, útskýrði hún málið örlítið betur. Þá sagði hún að henni hefði verið byrlað á veitingastað þegar hún var að halda upp á afmælið, henni hafi verið svo flogið úr landi, flutt upp á hótel herbergi og þar verið brotið á henni kynferðislega.

Í kjölfar árásarinnar hafi hún einangrað sig nánast frá umheiminum en væri nú að ná bataskrefum með hjálp sálfræðings þó hún efaðist um að hún yrði nokkurn tímann sama manneskjan.

Söngkonan boðaði það að veita frekari upplýsingar um þessa hræðilegu lífsreynslu en aftur lét hún lítið fyrir sér fara í nokkur ár þar til nú rétt fyrir páska.

Þá birti hún allt í einu tvær færslur á Instagram-síðu sinni. Annars vegar mynd af sér, án orða, og hins vegar færslu með ýmsum sjálfshjálparráðum. „Smávegis til þess að orna sér við. Vona að ykkur gangi öllum vel. Ást, Duffy,“ skrifaði söngkonan og kveikti í vonarneista meðal aðdáenda sinna um að hún væri að ná sér á strik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“