fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Sölvi opnar sig – „Það er erfitt fyrir okkur öll að gangast við okkur sjálfum”

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 9. febrúar 2024 19:30

Sölvi Tryggvason Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er erfitt fyrir okkur öll að gangast við okkur sjálfum. Þegar það eru einhverjir mjög ósanngjarnir og ljótir hlutir gerðir á þinn hlut, þá er svo rosalega mannlegt og eðlilegt að fara bara í fórnarlambið. Það voru allir vondir við mig. Það væri mjög auðvelt fyrir mig að gera það, en ég hugsaði strax að ég væri kominn það langt í lífinu að ég hugsaði: „Lífið er að segja mér eitthvað.“ Ég á einhvern þátt í þessari atburðarás og lífið er að segja mér að ég þurfi að breyta einhverju, þar er lykillinn. Þó að eitthvað sé alveg hreint rosalega vont og þú eigir ekki 90% af því, þá áttu 10%, og ef þú ætlar að læra eitthvað af þessu og þroskast, þá þarftu að fókusera á á þessi 10%. Það tók rosa tíma, en fyrst ertu bara fastur í hinu: „Hvernig var hægt að gera mér þetta og aumingja ég“,“

segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason í viðtali við Heru Gísladóttur, Ásgeir Kolbeinsson og Gulla stjörnuspeking í hlaðvarpi þeirra Stjörnuspeki- Orkugreining.

„Hver er lærdómurinn?“ spyr Gulli, eftir að Sölvi segist aðspurður axla ábyrgð. „Ritstjórinn og útgefandinn sögðu við mig að ég væri kominn of langt frá því að afneita því að ég hafi í raun og veru verið fórnarlamb. Þetta var bara geðbilun og rugl. Hvernig var komið fram við mig var bara hræðilegt,“ segir Sölvi.

Þurfti að takast á við fíknimynstur 

Bókin Skuggar kom út í lok síðasta árs og segir Sölvi hana hafa selst minna en bók hans Á eigin skinni sem kom út árið 2019. Sú bók er enn vinsæl og Sölvi fær ennþá hrós fyrir hana en hann segir að honum hafi fundist bókin rusl. „Hvaða rugl er þetta“ hugsaði hann flesta dagana sem hann var að skrifa hana, því hann er með svo mikla fullkomnunaráráttu.

„En hver var lærdómurinn af sjálfsábyrgðinni? Ég var klárlega með fíknimynstur sem ég þurfti að takast á við og er enn að takast á við. Óheiðarleika, þetta með að senda misjöfn skilaboð. Ef kona er að leita að ástarsambandi en ekki þú, þá getur þú verið að senda misjöfn skilaboð. Þetta er spennufíkn sem ég er að díla við,“ segir Sölvi sem segist kominn þangað í lífinu að það sé auðvelt fyrir hann að tengja hratt djúpt og þá þarf hann að hugsa að hin manneskjan er kannski að upplifa þetta í fyrsta skipti þó hann sé ekki að gera það og verði að bera virðingu fyrir því.

Gulli spyr Sölva hvort að sú reynsla að hafa verið cancelleraður árið 2021 hafi ekki bara verið góð fyrir hann.

„Ég er ekki ennþá þar að hugsa alla daga að þetta sé það frábærasta sem hafi komið fyrir mig. En ég er ennþá staðráðinn í því að allt það fólk sem ég lít upp, þetta snýst um hvernig þú kemst í gegnum erfiðleika. Og ef þú getur farið í gegnum eitthvað sem virkar eins og það versta og ósanngjarnasta sem komið hefur fyrir þig, og þú getur sagt einhverjum árum seinna að þetta var það besta sem kom fyrir þig, þá þýðir það að þú tókst ábyrgð, og dílaðir við það af reisn og lærðir af því og varðst betri og stærri manneskja.“

Sölvi segir tímabilin hafa togast á í hans lífi. Hann hefur slitið sér of mikið út í að elta eldinn í sér og vanrækt aðra hluti persónuleikans.

„Ég var rosalega dínamískur og outgoing þegar ég var krakki. Svo fór ég inn í mikla skel sem unglingur, fór að einangra mig, sat heima í tölvuleikjum, borðaði snakk og fitnaði. Svo kom aftur tímabil um 20 ára aldurinn þegar ég fór að hreyfa mig rosalega mikið. Ef krakkarnir í menntaskóla hefðu verið látnir giska á hver í bekknum ætti eftir að stýra Íslandi í dag eftir sjö ár, hugsa ég að ég hefði verið í neðstu þremur sætunum, líklega bara ólíklegastur af þeim öllum,“segir Sölvi sem segist hafa farið úr að vera sjúklega feiminn og inn í sig yfir í að fara í fjölmiðla, fara í burnout og opna sig um kvíða og svo er honum cancelerað. Hann fullyrðir að líklega hafi enginn þjóðþekktur Íslendingur opnað sig jafn mikið og hann í nýju bókinni sinni. „Það er næsta LEVEL. En samt finnst mér þetta vera grunnt hjá mér, því ég er ennþá með grímu. Langar stundum að segja í viðtali að ég sé bara fokking þunglyndur og drullaðu þér út. Hvenær kemst maður á þann stað að geta verið alveg maður sjálfur.“

Setur miklar kröfur á sig og stefnir aldrei að meðalmennsku

Sölvi segist hafa vanrækt of lengi þann hluta af sér sem þarf öryggi, festu. „Þunn lína á milli, en vanafesta og rútína drepur mig,“ segir Sölvi sem segist hafa tilhneigingu til að halda áfram eftir að honum er farið að finnast eitthvað leiðinlegt. „Ég þarf rútínu og stöðugleika, en verð fangi þess að það verði of miklar reglur. Þá spring ég og þarf að brjóta mig út úr því. Ég þarf bæði öryggi og festu án þess að það verði að of miklu comfortzone,“ segir Sölvi sem segist fara í svett í 2-3 tíma og vakna daginn eftir laus við kvíða, þannig losi hann allar erfiðar tilfinningar út í svettinu til dæmis með því að öskra.

Sölvi segist setja miklar kröfur á sjálfan sig og stefni aldrei að meðalmennsku. „Það hefur kannski verið mér fjötur um fót að ætla alltaf að sigra heiminn,“ segir Sölvi sem er í bogmannsmerkinu. „Það er rosalega gott að vera nálægt mér ef það þarf að fara út í búð. Ég er vanalega farinn af stað áður en það er beðið um það, því ég verð að vera á ferðinni.“

Sölvi segir vera maskulín og ef hann hefði verið hérna fyrir 200 árum þar sem enginn sat við tölvur hefði hann fengið alvöru útrás og lent í alvöru hættum. „Það er partur af sálinni sem segir, ég þarf alvöru ævintýri og alvöru hasar.“ Segist hann í raun búinn að eiga gott líf, hafi ferðast til 60 landa og upplifa rosalega margt.

Á erfitt með að halda aftur af tárum þegar hann talar um konuna sína

Sölvi er í sambandi í dag og kynntust þau eftir að hann var cancellaður, segist hann ekki hafa haft þroska til að rækta sambandið í dag ef sú reynsla hefði ekki komið til. Sölvi segist ekki geta talað nógu fallega um konuna sína og segir erfitt að fara ekki að gráta þegar hann tali um hana. „Ég er að fá frá henni eitthvað sem ég hef aldrei fengið áður. Og þá er ég að meina hvernig hún getur haldið utan um brestina mína. Og þá fatta ég: „Ég á alveg skilið að fá þetta.“

Aðspurður segist Sölvi hafa verið skuldbindingafælinn. „Óþekkt terretori fyrir mig að fara alla leið og segja stóra hluti, því þá kemur í mig, hvað ef ég mun valda henni vonbrigðum. Það er einhver tenging þarna sem mjög erfitt er að útskýra, því hún ristir það djúpt.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“