fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Sonur stórleikarans látinn 33 ára að aldri

Fókus
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 07:03

Feðgarnir saman á góðri stund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Gary Sinise, sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Forrest Gump, syrgir nú son sinn, McCanna Sinise, sem er látinn 33 ára að aldri.

McCanna greindist með sjaldgæfa tegund krabbameins, svokallað sarkmein, fyrir rúmum fimm árum. Sarkmein getur lagst á bandvefi, bein og vöðva.

Leikarinn tilkynnti í gær að McCanna hefði látist þann 5. janúar síðastliðinn. Hann greindist með meinið sumarið 2018, eða um svipað leyti og móðir hans – eiginkona Gary Sinise – greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein.

Meinið lagðist einkum á hrygg McCanna og gekkst hann undir aðgerð í september 2018 til að fjarlægja meinið og aftur í febrúar 2019 vegna sýkingar sem kom upp. Vorið 2019 kom í ljós að meinið hafði komið aftur og dreift sér um líkamann.

Meinið hafði þau áhrif að McCanna gat illa hreyft sig og þurfti að notast við hjólastól síðustu ár sín. Þrátt fyrir það tókst McCanna – sem var tónlistarmaður að mennt – að taka upp og gefa út plötu sem fékk nafnið Resurrection & Revival.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Gary Sinise (@garysiniseofficial)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu