fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Fókus

Raunveruleikastjarna lét næstum lífið eftir vinsæla fegrunaraðgerð – „Þetta var helvíti“

Fókus
Þriðjudaginn 27. febrúar 2024 11:12

Skjáskot/Instagram/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Sophie Kasaei, 34 ára, opnar sig um misheppnaða fegrunaraðgerð sem kostaði hana næstum því lífið.

Sophie er hvað þekktust fyrir að koma fram í vinsælu raunveruleikaþáttunum Geordie Shore.

Fyrir átta árum fór hún til Tyrklands til að gangast undir aðgerðina Brazilian Butt Lift (BBL). Það hafa sumir talað um að BBL sé ein hættulegasta fegrunaraðgerð sem völ er á. Þetta er aðgerð þar sem fita er notuð til að fylla í rass og mjaðmir.

„Þessi aðgerð fékk á sig slæmt orð vegna tíðra fylgikvilla, sem aðallega voru vegna þess að ósérhæfðir aðilar voru að framkvæma þessar aðgerðir, það er, ekki lýtalæknar, og jafnvel voru þær framkvæmdar í kjallaraíbúðum erlendis, þar sem iðnaðarsilíkoni eða öðrum efnum var komið fyrir í rassinum. En ef þessi aðgerð er gerð af sérhæfðum lýtalækni á faglegan hátt, við viðurkenndar aðstæður og með viðurkenndum aðferðum, þá er tíðni fylgikvilla ekki hærri en við aðrar algengar fegrunaraðgerðir,“ sagði lýtalæknirinn Hannes Sigurjónsson í viðtali hjá DV árið 2020.

„BBL helvítið sem gekk nánast frá mér“

Sophie segir að hún hafi verið sárkvalin eftir aðgerðina og að hún hafi þurft að gangast undir bráðaaðgerð í kjölfarið, og ef hún hefði ekki komist í seinni aðgerðina hefði hún dáið.

Hún opnar sig upp á gátt um þennan erfiða tíma í myndbandi á TikTok.

„Þetta er sagan af BBL helvítinu sem gekk nánast frá mér,“ segir hún.

@sophiekasaei Iv been wanting to tell this story for a while now but this is my BBL hell journey. This video is for educational purposes only. Any questions feel free to ask ❤️ #surgery #bbl #fyp ♬ original sound – sophiekasaei

Sophie segir að hún hafi verið ágætlega ánægð með líkama sinn fyrir þetta.

„Það að rassinn minn væri flatur truflaði mig eiginlega ekkert fyrr en ég byrjaði að fá tölvupóst frá tyrkneskum fyrirtækjum sem voru að bjóða mér í fría í BBL-aðgerð. Ég sá fyrir mér að ég myndi líta út eins og Kim Kardashian, með þessar flottu línur.“

Því miður var það ekki rauninn. Hún dauðsér eftir því að hafa ekki bara farið í ræktina eða látið sprauta fylliefni í afturendann.

Sophie went on to share that she was receiving a lot of attention at the time after making her first appearances on TV. Picture: TikTok
Á spítalanum í Mexíkó.

Sex til átta vikum seinna byrjaði hana að verkja í vinstri rasskinnina. „Ég hugsaði að þetta getur ekki verið eðlilegt, ég ætti ekki að vera svona sárkvalin,“ segir hún.

Hún var á þeim tíma í fríi í Mexíkó og fór á spítala. „Allir voru að fríka út og hlaupa í kringum mig. Ég spurði hvað væri í gangi og þau voru alveg: „Guð minn góður, það er graftarkýli að vaxa inni í þér og þú deyrð ef það springur.““

Hún fékk sýklalyf í æð við sýkingunni en hún ákvað síðan að fara með flugi heim. „Því ef ég var að fara að deyja, þá langaði mig að deyja í kringum fjölskyldu mína.“

„Þetta var helvíti.“

Sophie er illa farin eftir aðgerðina. Skjáskot/TikTok

Um leið og hún kom heim til Newcastle fór hún á sjúkrahúsið og var send beint í aðgerð. „Þau tæmdu kýlið, alveg heilan lítra af grefti. Þetta var hryllilegt, ég öskraði af öllum lífs og sálarkröftum þetta var svo vont.“

Sophie segir að ástæðan fyrir því að hún segi sögu sína er til að vekja athygli ungra kvenna á áhættum fegrunaraðgerða.

@sophiekasaei My surgery HELL part 2 #fyp #surgery ♬ original sound – sophiekasaei

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 2 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að James sé óþolandi týpa sem kyssti rassa fyrir frægðina

Segir að James sé óþolandi týpa sem kyssti rassa fyrir frægðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afreksmaður rifjar upp óbærilegar þjáningar föður síns – Styður frumvarp um dánaraðstoð

Afreksmaður rifjar upp óbærilegar þjáningar föður síns – Styður frumvarp um dánaraðstoð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð – Þetta gerðist

Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð – Þetta gerðist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varar Íslendinga við eyjunni fögru – „Hvað er eiginlega að gerast á Tenerife?“

Varar Íslendinga við eyjunni fögru – „Hvað er eiginlega að gerast á Tenerife?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg bregst við netníði Árna – „Allan minn feril hef ég mætt þessum körlum”

Ingibjörg bregst við netníði Árna – „Allan minn feril hef ég mætt þessum körlum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef fengið á mig alls konar hótanir og vesen, en þegar maður er búinn að sætta sig við að maður sé að fara að deyja fer óttinn“

„Ég hef fengið á mig alls konar hótanir og vesen, en þegar maður er búinn að sætta sig við að maður sé að fara að deyja fer óttinn“