fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Vandræði Sunnevu Einars – Rúðupissið búið en kann ekki að opna bílhúddið

Fókus
Mánudaginn 26. febrúar 2024 11:03

Skjáskot/Instagram/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn, hlaðvarpsstjórnandinn og raunveruleikastjarnan Sunneva Einarsdóttir er mörgum hæfileikum gædd en því miður er almennt viðhald á bílum ekki á þeim lista.

Sunneva birtir iðulega myndbönd á TikTok þar sem hún slær á létta strengi og hikar ekki við að gera grín að sjálfri sér.

Eins og þegar agnarsmáu sundfötin hennar voru skotspónn brandara.

Nýlegt myndband frá henni hefur slegið rækilega í gegn og fengið yfir 55 þúsundir áhorfa.

Í því greinir hún frá því að rúðupissið í bílnum hennar hafi klárast og hún keypt nýtt. En þá bönkuðu vandræðin upp á, því Sunneva kann ekki að opna húddið á bílnum sínum. Áhrifavaldurinn dó ekki ráðalaus og fann ágætis lausn, sem virkar reyndar bara í takmarkaðan tíma. Hún hellti rúðupissinu yfir rúðuna sjálfa.

@sunnevaeinarsafhverju þarf þetta að vera svona flókið?♬ original sound – 𝐋𝐞𝐚𝐧𝐧𝐞 𝐀𝐛𝐝𝐚𝐥𝐥𝐚𝐡

Eins og fyrr segir sló myndbandið í gegn hjá netverjum. Sumir sögðust tengja við vandræði hennar. Áhrifavaldurinn Brynhildur Gunnlaugs skrifaði: „Við lifum sama lífinu.“

Aðrir reyndu að kenna Sunnevu að opna húddið. „Það er takki inni í bílnum,“ sagði ein.

„Já, en húddið opnast 2cm? Og læsist þannig?“ sagði þá Sunneva.

„Þú þarft að setja puttann undir sirka miðjuna, þar er læsing sem þú ýtir til hliðar og getur þá togað upp,“ sagði önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Í gær

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Í gær

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“