fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

„Sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa“

Fókus
Mánudaginn 26. febrúar 2024 10:21

Tinna Barkardóttir, umsjónarmaður Sterk saman, og Margrét Gnarr. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Gnarr eða Magga, eins og hún er alltaf kölluð, er 34 ára móðir, eiginkona, íþróttakona og í bata frá vímuefnavanda og átröskun. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Magga ólst upp í Svíþjóð og Reykjavík ásamt tveimur systkinum sínum. Sem barn var hún kröftug og átti auðvelt með að eignast vini.

„Ég flutti svo í Grafarvog þegar ég var að byrja í grunnskóla og var mjög spennt að eignast nýja vini en það var svo ekki þannig.“ Grunnskolaárin voru erfið og lenti hún í miklu einelti þar sem henni var mikið strítt vegna útlits og einnig útskúfuð.

„Ég fór með bænir á kvöldin og bað Guð um að breyta hárlitnum mínum, taka freknurnar mínar og láta mig hætta að vera svona hvíta. Svo kíkti ég í spegil á hverjum morgni en var alltaf eins.“

Leiðinleg minning

Á kynþroskaskeiðinu bætti Magga aðeins á sig, eins og gerist oft og situr enn í henni þegar allir voru sendir til skólahjúkrunarfræðingsins til að láta hæðar- og þyngdarmæla sig.

„Ég var send inn með nokkrum stelpum. Þær voru mældar og allt í góðu. Hún mældi mig svo og sagði: „Hvað er að sjá þig stelpa, veistu ekki að þú ert yfir kjörþyngd, þú þarft að gera eitthvað í þínum málum, þú ert 70 kíló.“ Stelpurnar fóru þá að hlæja og hvíslast sín á milli.“

Eftir þetta hefur hún alltaf verið hrædd við þessa tölu, meira að segja þegar hún var ólétt en steig þá inn í óttann.

14 ára gömul fór Magga að æfa Taekwondo og varð strax mjög góð enda allt verklegt legið vel fyrir henni. Hún æfði með nokkrum flokkum og komst upp með að æfa fimm tíma á dag. „Mér var svo boðið að æfa með systurfélagi Ármanns, Björk í Hafnarfirði, og ef ég átti ekki pening í strætó þá fór ég á línuskautum úr Vesturbænum á æfingu.“

Allt í einu fór fólk að hrósa henni fyrir útlit og hversu mikið hún hafði grennst. Á þeim tíma hugsaði hún ekkert um mataræði en æfði mikið og gleymdi oft að borða en eftir hrósin hugsaði hún: „Ég verð samþykkt ef ég verð grönn og fór einnig að lita rauða hárið sitt dökkt. Þar hófst baráttan við átröskun. Ég svelti mig og fann að ég gat stjórnað því að borða ekki, þróaði með mér fíkn að finna til hungurs.“

Lögð í einelti

Í níunda bekk var henni tvisvar boðið í partý þar sem hún drakk tvo bjóra í bæði skiptin og fannst það æðislegt, það losaði aðeins um en hún drakk þó ekki meira. Hún mætti ekki í skólann allan þann vetur.

„Ég ætlaði að fara í frístundaheimilið, Frostaskjól, einu sinni, en strákur í skólanum ári eldri en ég bannaði mér að koma inn. Vinkona mín sem þekkti hann ætlaði svo með mér en hann sagði bara nei hún má ekki koma, ljótt fólk má ekki koma hingað. Þessi sami strákur fór svo að senda mér skilaboð á Instagram þegar ég var í fitness að segja hvað ég væri flott. Ég skil ekki, áttar fólk sig ekki á því hvaða áhrif þetta hefur á mann?“

Aðspurð hvort hún hafi fengið afsökunarbeiðni frá fólki sem kom illa fram við hana öll þessi ár og lagði hana í einelti segir hún: „Nei, ég hef ekki fengið það, sumar stelpur sem voru andstyggilegar hafa reynt að adda mér á Facebook og ég hef orðið mjög hissa og hugsað með mér hvort þær muni ekki hvernig þær komu fram.“

Magga er í dag með greiningu, hún er á einhverfurófi og útskýrir það margt fyrir henni. „Ég fór á djammið á Spáni með bróður mínum, hann keypti bjór og sagði þú tekur næsta og ég hugsaði okei það virkar þá svoleiðis. Hann keypti svo aftur og ég sagði má ég fá þriðja? Ég hafði áður bara drukkið tvo og hélt að það væri bara þannig en eftir þetta skipti voru ófá skipti sem enduðu í blackout.“

Þróaði með sér átröskun

Magga segir frá ferlinum í fitness og hvernig hann samtvinnaðist við anorexíu, búlimíu og fleira ásamt alkóhólisma.

Þegar kom að því að hætta keppni var Magga svo veik að hún var lífshættulega veik. Áður hafði hún þó náð ótrúlegum árangri í fitness út um allan heim.

„Ég missti trú á þessu eftir að mér var sagt að ég þyrfti að hitta einn dómara ein, segja honum hvað ég væri þakklát fyrir hann, hvað hann væri æðislegur og fá að pósa ein fyrir hann á bikiní til að eiga möguleika.“

Í dag lifir Magga góðu og einföldu lífi í bata frá alkóhólisma og átröskunum. Hún lifir fyrir það að hjálpa öðrum og vera til staðar fyrir fjölskylduna sína og vini auk þess að þjálfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar