fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Ragnhildur segir okkur þurfa að hætta þessari hegðun – „Lítillækkandi og niðurlægjandi“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 26. febrúar 2024 18:00

Ragga nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mikið er rætt og ritað um einelti meðal barna og unglinga í athugasemdum, og við fullorðna stellið ættum að leiða með góðu fordæmi og stuðla að fallegri orðræðu um náungann. Neikvæðar athugasemdir um útlit og skrokklegar umbúðir annarra eiga aldrei rétt á sér. Hvort sem er í ræðu eða riti.“

Þetta segir Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga nagli, í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni.

Þar tekur hún fyrir nýlega umræðu um útlit leikkonunnar Amy Schumer eftir að hún var gestur í spjallþætti að tala um nýjasta hlutverk sitt. Áhorfendur höfðu meiri áhuga á að vita hvað „hefði komið fyrir„ Schumer en andlit hennar var bólgið. 

„En áhorfendur höfðu meiri áhuga á smettinu hennar. Að það væri eins og tungl í fyllingu.

Amy þurfti að koma með yfirlýsingu, og segja frá að hún er með legslímuflakk Cushings heilkenni sem veldur hormónabrengli og vökvasöfnun í andliti,“ segir Ragga og tekur annað dæmi:

„Önnur þekkt leikkona Vanessa Williams birti myndir af sér úr sinni nýjustu þáttaseríu, og í kjölfarið fylltust athugasemdakerfin af skoðunum á grönnum líkama hennar. Jeminn hún ætti að fá sér ostborgara.“

Ragga rekur að fókus áhorfenda og lesenda er ekki á störf, afrek og árangur þessara kvenna.

„Heldur vökvi í andliti eða holdarfar skrokks.

Líkamar kvenna hafa í gegnum tíðina verið fókuspunktur fram yfir störf, og fengið að vera eins og Trip Advisor þar sem óumbeðið álit fær að valsa óáreitt,“ segir Ragga.

Mynd: Ragga nagli

Fullorðnir þurfa að vera fyrirmyndir

Ragga segir mikið rætt og ritað um einelti meðal barna og unglinga í athugasemdum, og við fullorðna fólkið ættum að leiða með góðu fordæmi og stuðla að fallegri orðræðu um náungann.

„Neikvæðar athugasemdir um útlit og skrokklegar umbúðir annarra eiga aldrei rétt á sér.

Hvort sem er í ræðu eða riti.

Ef ákveðin líkamsbygging passar ekki inn í skemað um hvað sé ásættanleg sjón fyrir augu mannkyns, er gott ráð að draga djúpt andann, standa upp frá tölvunni og íhuga hvort það sem á að hamra á lyklaborðið séu orð sem væru látin falla andspænis manneskjunni.

Mjónusmánun. Andlitssmánun. Öldrunarsmánun. Fitusmánun. Vöðvasmánun. Líkamssmánun er lítillækkandi og niðurlægjandi.

Líkamssmánun er ljóður á ráði hvers og eins.

Líkamsvirðing á við um öll form líkamans.

Líkamssmánun lækkar sjálfstraustið, mölvar sjálfsmyndina og getur leitt til a kvíða og depurðar.

Ekki síst eru neikvæðar athugasemdir um líkamlegt útliti mjög stór orsakaþáttur í óheilbrigðu sambandi við mat.

Hræðsla við hverja kaloríu. Streita í kringum talningar á kolvetnagrömmum. Kvíði fyrir veisluhöldum. Óánægja í eigin skinni.

Líkamar eru ekki umræðuefni né aðhlátursefni.

Konur hafa meira að bjóða heiminum en rass og maga og andlit.

Púffað andlit eða grannur skrokkur.

Getum við ekki plís og por favor frekar einblínt á afrek og dugnað.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er Guðjón Heiðar allur þar sem hann er séður?

Er Guðjón Heiðar allur þar sem hann er séður?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag