fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Guðrún Svava um frægðina: „Nennirðu að byrja á OnlyFans?“

Fókus
Fimmtudaginn 5. desember 2024 14:10

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpskonan og áhrifavaldurinn Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, vill frekar heyra að hún sé fyndin en sæt.

Hún hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum um árabil og er nú einn af þáttastjórnendum Veislunnar á FM957.

Samfélagsmiðlaævintýrið byrjaði í Covid og fer Guðrún Svava yfir upphaf þess í Lagalistanum á Rás 2.

Hún sló fyrst í gegn á X, áður Twitter og síðar á Instagram og TikTok. Guðrún Svava segir að hún varð vinsælli eftir að myndband af henni fór „viral“ á TikTok og fékk hún í kjölfarið fleiri fylgjendur. Hún segir þetta ekki erfitt verk.

„Það er enginn hæfileiki á bak við þetta. Ég er ekki söngvari eða leikkona eða neitt svona,“ segir hún.

Það hafa tvö myndbönd frá henni farið á mikla dreifingu um netheima, eða „viral“ eins og það kallast. Annað þeirra hefur fengið 1,2 milljónir áhorfa og hitt 445 þúsund áhorfa.

@guggaigummibatyou wont believe this😨😨😱♬ Its just a cigarette legend MASHUP – Gym Fanatic

@guggaigummibat♬ Escapism. Sped up (Official) – RAYE & 070 Shake

Skemmtilegra að vera fyndin

Guðrún Svava segir að hún fylgi ekki einhverju plani þegar kemur að því að deila efni á samfélagsmiðlum heldur geri hún það einfaldlega þegar hana langar til þess. Vinsældunum fylgir gjarnan neikvæð athygli og óviðeigandi skilaboð.

„Fólk má búa til þá hugmynd sem það vill af mér. Mér er svo sem sama hvað fólki finnst sem þekkir mig ekki vel,“ segir hún.

„Það er ekkert æðislega gaman að fá þessi skilaboð endalaust en ég reyni bara að hafa gaman af þeim og hlæja að þeim. Frekar en að þetta sé áreiti. Ég nenni ekki að vera fórnarlamb af því einhver sendir á mig að ég sé sæt. Ég elskaði þegar fólk byrjaði að koma upp að mér út af Twitter og segja: „Mér fannst þú svo fyndin.“ Það er miklu meira gefandi en: „Nennirðu að byrja á OnlyFans?““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsæta níunda áratugarins fagnaði nýju ári á Íslandi

Ofurfyrirsæta níunda áratugarins fagnaði nýju ári á Íslandi