fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Hataði Ozempic og útskýrir af hverju – Segir þetta lyf virka miklu betur

Fókus
Mánudaginn 2. desember 2024 12:29

Bonnie Chapman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um Ozempic sem þróað var sem lyf í baráttunni gegn sykursýki en hefur svo reynst byltingarkennt sem megrunarlyf.

Það sem er ekki fyrir alla og hafa sumir stigið fram og sagt að Ozempic hafi alls ekki hentað þeim.

Sjá einnig: Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“

Ein af þeim er Bonnie Chapman, dóttir sjónvarpsstjörnunnar Dog the Bounty Hunter.

„Ég hataði það,“ segir Bonnie, 25 ára, um Ozempic við E! News.

„Ég gat ekki borðað án þess að verða óglatt. Stundum gat ég ekki borðað neitt, líkami minn hataði lyfið.“

Dog the Bounty Hunter Star Beth Chapman Dies at 51
Foreldrar Bonnie, Beth og Doug. Mynd/Getty Images

Læknir Bonnie stakk upp á því að hún myndi prófa annað þyngdarstjórnunarlyf í staðinn, Tirezepatide, en eftir fyrri reynslu var Bonnie ekki viss.

„Ég var mjög hikandi að prófa eitthvað annað,“ segir hún og bætir við að hún hafi að lokum ákveðið að slá til.

Það lyf fór mikið betur í hana og léttist hún hratt.

„Ég hef verið í yfirþyngd síðan ég var barn,“ segir hún. Bonnie er með PCOS (fjölblöðruheilkenni) og gekk illa að léttast náttúrulega. Hún hafði einnig mikil tilfinningaleg tengsl við mat.

„Ég hef huggað mig með mat nær allt mitt líf,“ segir hún.

Áföllin dundu yfir hana, hún missti móður sína árið 2019 og í apríl 2023 dóu sex gæludýr hennar í bruna.

Betra lyf fyrir hana

Í dag er hún á betri stað og segir Tirezapatide virka vel fyrir hana. Hún segir einnig að aukaverkanirnar séu ekki jafn slæmar.

„Mér var smá óglatt fyrstu vikuna eða fyrstu tvær vikurnar,“ segir hún og bætir við að hún hafi fengið ógleðilyf til að minnka aukaverkanirnar.

„Það hjálpaði, því ég vildi ekki ganga í gegnum það sama og ég gerði með Ozempic.“

Bonnie segir lyfin hafa hjálpað henni að breyta matarvenjum. „Eitt af því sem ég geri mikið af núna er að borða hollt millimál. Eins og grænkálssnakk eða ber,“ segir hún.

Næst á dagskrá hjá Bonnie er að bæta á sig vöðvamassa og viðhalda jafnvæginu að borða til að njóta en ekki til huggunar.

Sjá einnig: Læknir segir flesta lenda í því sama þegar þeir hætta á Ozempic – Aðeins ein lausn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“