fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Fókus
Þriðjudaginn 10. desember 2024 16:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuhjónin Jay-Z og Beyoncé hafa verið saman í mörg ár en nú spyrja margir sig, hversu lengi og hvað var Beyoncé gömul þegar þau byrjuðu saman?

Jay-Z er 55 ára, fæddur 1969, og Beyoncé er 43 ára, fædd 1981, það er því tólf ára aldursmunur á þeim.

Tímalína sambands þeirra virðist vera ráðgáta en nú reyna margir að leysa hana eftir að Jay-Z var kærður fyrir að nauðga 13 ára stúlku, ásamt rapparanum Sean ‚Diddy‘ Combs árið 2000.

Sjá einnig: Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z and Beyonce Knowles onstage
Parið árið 2002. (Mynd: Getty/NBCU)

Hvað er rétt?

Ástæðan fyrir því að upphaf sambands þeirra sé svona mikil ráðgáta er að þau hafa gefið misvísandi upplýsingar í viðtölum.

Árið 2007 sagði Jay-Z í viðtölum að þau hafi fyrst kynnst „fyrir tíu árum.“

Mobo/Destiny's child
Destiny’s Child árið 1999. Mynd/Getty Images

Árið 1997 var Beyoncé 16 ára og í hljómsveitinni Destiny‘s Child sem átti síðar eftir að verpa geysivinsæl. Jay-Z var á þeim tíma 28 ára.

Beyoncé sagði í viðtali við tímaritið Seventeen að þau hafi kynnst þegar hún var átján ára gömul en ekki byrjað að deita fyrr en átján mánuðum seinna.

Þessi mynd var tekin í október árið 2000. (Mynd/Getty/Kevin Mazur Archive 1/WireImage)

Jay-Z rappaði í laginu Young Girl sem kom út árið 2006: „Hov’ got a young girl/ Still not quite 21/ So high strung, such a vibrant thing/ I introduce myself, Hi, Miss Thing / You’re 19?/ No, you’re lightning in a bottle I give you a ring.”

Eins og fyrr segir er tímalínan ráðgáta, þannig ekki er vitað hvort þau voru byrjuð saman árið þegar meint nauðgun átti sér stað árið 2000.

Samband þeirra var opinbert árið 2001 þegar þau voru saman á forsíðu Vanity Fair. Rapparinn sagði þá: „Við erum bara að byrja að reyna að deita.“

Byrjuðu að vinna saman

Hjónin hafa gefið út mörg lög saman en það fyrsta var lagið ‘03 Bonnie & Clyde árið 2002.

Ári síðar gaf Beyoncé út smellinn Crazy In Love ásamt sínum heittelskaða.

jayz-beyonce-1
Þau giftust árið 2008.

Þau gengu í fyrsta sinn saman rauða dregillinn á MTV-verðlaunahátíðinni árið 2004, en vann lag þeirra til verðlauna.

Parið gekk í það heilaga árið 2008 og eiga saman þrjú börn, Blue Ivy, 12 ára, og tvíburana Sir og Rumi, 7 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja