fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Lýsir mjög vafasamri hegðun Russel Brand eftir að hafa tekið viðtal við hann

Fókus
Föstudaginn 8. nóvember 2024 11:30

Russell Brand Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska blaðakonan Bryony Gordon lýsir mjög vafasamri hegðun breska skemmtikraftsins Russell Brand eftir að hún var send til að taka viðtal við hann fyrir 20 árum.

Bryony lýsir þessu í pistli sem hún skrifar fyrir Daily Mail, en í vikunni var greint frá því að að rannsókn lögreglu á meintu kynferðisbroti hans væri lokið og málið komið á borð saksóknara sem taka ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út. Haustið 2023 birtu breskir miðlar frásagnir fjögurra kvenna sem sökuðu skemmtikraftinn um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi á árunum 2006 til 2013.

Eins og hún hefði séð draug

Í pistli sínum segir Bryony að hún hafi verið send til að taka viðtal við tiltölulega ungan og óþekktan skemmtikraft sem farinn var að vekja talsverða athygli.

Í pistlinum segist hún hafa hitt Brand á kaffihúsi í norðurhluta Lundúna og ekki hafi liðið langur tími þar til Brand fór að segja henni hversu falleg hún var.

„Hann sagði mér hvað ég væri með falleg augu. Má ég kyssa þig, spurði hann, og það áður en ég hafði tekið sopa af kaffibollanum mínum. Ég sagði nei en hann hélt áfram að spyrja,“ segir Bryony og bætir við að eftir viðtalið hafi hann fylgt henni á lestarstöðina og þráspurt hana að því hvort hann mætti kyssa hana.

„Þegar ég kom aftur á skrifstofuna sagði ritstjórinn við mig að ég liti út eins og ég hefði séð draug. Það eina sem ég gat sagt var að hann hafði sent mig til að taka viðtal við algjöran brjálæðing.“

Hálftíma síðar hringdi síminn

Bryony segir að hálftíma síðar hafi síminn hennar hringt. „Í ljós kom að skemmtikrafturinn hafði komist yfir númerið mitt í gegnum umboðsmann sinn. Þetta var byrjunin á einhvers konar sprengjuregni – 20 símtöl og SMS á dag þar til ég féllst á að fara út með honum.“

Bryony segist stíga fram með frásögn sína í ljósi þess að Brand hafi sjálfur sagt að „aðeins Guð“ geti dæmt hann og í ljósi þess að hann hefur neitað því að hafa gert nokkuð rangt.

Miðað við reynslu hennar en þó sérstaklega frásagnir þeirra kvenna sem hafa sakað hann um ofbeldi eigi það ekki við rök að styðjast. Í þeim hópi er stúlka sem var 16 ára þegar Brand kynntist henn og hann kominn yfir þrítugt. Þau hittust í þrjá mánuði og á þeim tíma segir stúlkan að hann hafi verið yfirmáta stjórnsamur og beitt hana andlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Bryony segist hafa farið út með Brand nokkrum sinnum og á fyrsta stefnumótinu hafi þau farið í bíó. Hann hélt áfram að biðja um að kyssa hana en tók þó fram að hún þyrfti að skola munninn með munnskoli áður en það myndi gerast. „Ég hitti hann í nokkur skipti en fékk fljótt á tilfinninguna að ég væri ekki eina stelpan sem hann vildi kyssa. Ég var fegin þegar hann missti áhugann á mér.“

Bryony Gordon.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“