fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Keypti sérsniðna kynlífsdúkku sem líkist fyrrverandi eiginkonunni

Fókus
Föstudaginn 8. nóvember 2024 07:44

Khloé Kardashian og Lamar Odom. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi körfuboltakappinn Lamar Odom keypti sérsniðna kynlífsdúkku og bað framleiðandann um að dúkkan myndi líkjast fyrrverandi eiginkonu hans, raunveruleikastjörnunni Khloé Kardashian.

TMZ greinir frá því að Odom hafi heimsótt kynlífstækjaverksmiðju RealDoll í Las Vegas á þriðjudaginn eftir að hafa séð dúkkurnar auglýstar um mánuði áður. Hann vissi „strax“ að hann þyrfti að kaupa eina. Gina Rodriguez, umboðsmaður Odom, hélt þessu fram í samtali við TMZ.

Slúðurmiðillinn birti myndband af Odom í verksmiðjunni, skoða og snerta kynlífsdúkkur.

Odom pantaði dúkku með andlit sem líkist Khloé Kardashian „því hann má gera það sem hann vill með henni kynferðislega,“ sagði talsmaður hans.

Dúkkurnar kosta allt frá 1,1 milljón til 2,7, en fyrrverandi körfuboltakappinn er sagður hafa fengið afslátt.

Fjöldi netverja hafa gagnrýnt Odom harðlega fyrir að kaupa sérsniðna dúkku sem líkist fyrrverandi eiginkonu hans.
„Þetta er ógeðslega skrýtið og krípí,“ sagði einn.

Fíkniefni og framhjáhald

Khloé og Lamar giftust árið 2009. Það var sýnt frá brúðkaupinu í Keeping Up With The Kardashians og var hann reglulegur gestur í þáttunum á þeim tíma.

Khloé sótti fyrst um skilnað árið 2013 eftir að það komst upp um framhjáhald hans og fíkniefnaneyslu. Lamar neitaði að skrifa undir skilnaðarpappíra og að sætta sig við stöðu málanna. Í október árið 2015 fannst körfuboltakappinn meðvitundarlaus á vændishúsi eftir að hafa tekið of stóran skammt. Khloé hætti þá við skilnaðinn og tók að sér að hugsa um hann og fjármál hans á meðan hann jafnaði sig. Lamar byrjaði að vera aftur reglulegur gestur í raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar.

Lamar byrjaði svo í neyslu á ný og sótti Khloé aftur um skilnað, sem loksins gekk í gegn í desember 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“