fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“

Fókus
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 08:30

Lisandra Silva. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kúbverska leikkonan og áhrifavaldurinn Lisandra Silva, 37 ára, lenti á spítala eftir að hafa tekið Ozempic til að léttast.

Ozempic var þróað sem lyf í baráttu gegn sykursýki en hefur reynst byltingarkennt sem megrunarlyf. Eins og með önnur lyf eru aukaverkanir af notkun Ozempic, eins og flökurleiki, uppköst og hægðatregða. Önnur lyf með sömu virkni hafa einnig notið vinsælda, eins og Wegovy, sérstaklega hjá fræga og ríka fólkinu í Hollywood.

Sjá einnig: Læknir segir flesta lenda í því sama þegar þeir hætta á Ozempic – Aðeins ein lausn

Silva greindi frá upplifun sinni af lyfinu í myndbandi á Instagram á dögunum.

„Vitið þið hver ráðlagði mér að byrja á Ozempic? Læknir,“ sagði hún.

„Ég prófaði þetta einu sinni, því það var búið að tala svo mikið um þetta og ég endaði á spítalanum. Ég fékk svo heiftarlegt blóðsykursfall að ég þurfti að hringja í barnsföður minn, mér leið eins og það væri að líða yfir mig og börnin mín voru sofandi við hliðina á mér.

Sem betur fer gerðist ekkert en mér leið eins og ég væri að deyja og endaði í hjólastól uppi á spítala.“

Í stað þess að vera á Ozempic segist Silva lifa heilbrigðum lífsstíl. Hún borðar mikið af grænmeti og ávöxtum, stundar hugleiðslu, stundar líkamsrækt í náttúrunni og setur sér skýr markmið.

„Hlustið á ráð mín, það jafnast ekkert á við heilbrigðan lífsstíl!“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by LISANDRA SILVA (@lisandrasilva)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni