fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Læknir segir flesta lenda í því sama þegar þeir hætta á Ozempic – Aðeins ein lausn

Fókus
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 12:26

Dr. Jonathan Kaplan. TikTok/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lýtalæknirinn Jonathan Kaplan vakti mikla athygli þegar hann birti myndband á TikTok með viðvöruninni: „Þú átt eftir að þyngjast aftur þegar þú hættir á Ozempic.“

Ozempic var þróað sem lyf í baráttu gegn sykursýki en hefur reynst byltingarkennt sem megrunarlyf. Eins og með önnur lyf eru aukaverkanir af notkun Ozempic, eins og flökurleiki, uppköst og hægðatregða. Einnig hafa karlmenn greint frá erfiðleikum við að fá – og viðhalda – reisn.

Sjá einnig: Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Dr. Jonathan Kaplan er lýtalæknir í San Francisco í Bandaríkjunum. „Þetta er kannski umdeilt en rannsóknir hafa sýnt að þegar þú hættir á Ozempic þá áttu eftir að þyngjast aftur,“ segir hann og bætir við að sama eigi við svipuð þyngdarstjórnunarlyf.

@realdrbaeLets get honest about gaining weight after going off Ozempic and Mounjaro.

♬ original sound – Jonathan Kaplan

Margir sjúklinga Kaplan eru á Ozempic. „Eitt af því sem ég og aðrir læknar höfum tekið eftir hjá sjúklingum okkar er að þegar sjúklingur nær þyngdarmarkmiði sínu og hættir á lyfinu, þá þyngist hann hægt og rólega aftur. Þó svo að hann sé að fylgja strangri matar- og hreyfingaráætlun.“

Kaplan sagði að svarið væri að vera á lyfjunum alla ævi.

„Þú þarft ekki að taka hámarksskammt en ein til tvær sprautur á mánuði er nóg til að viðhalda þyngdartapinu.

Sjá einnig: Sannleikurinn um Ozempic: Sjúklingur fer yfir kosti og galla lyfsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“