fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 10:42

Frosti Logason Mynd/Baldur Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason, fjölmiðlamaður og eigandi hlaðvarpsveitunnar Brotkast, rifjar upp mál sem kom upp fyrir sjö árum, þegar hann sagði tónlistarkonuna Hildi aðeins hafa unnið til verðlauna það árið því hún er kona.

Athugasemd Frosta dró dilk á eftir sér og var hann harðlega gagnrýndur. Í nýjasta þætti af Spjallið með Frosta Logasyni segir Frosti að það sem hafi bjargað honum frá því að verða slaufað var að biðjast ekki afsökunar.

Í þættinum ræðir Frosti við Bergþór Másson, hlaðvarpsstjórnanda sem margir þekkja sem annan Skoðanabróðurinn. Talið barst að „woke“ fólki og segist Bergþór eitt sinn hafa verið „woke“ en ekki lengur.

„Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég er glaður að heyra þetta og sjá að einhverjir svona strákar úr þessari kreðsu sjái þetta ljós einhvern veginn,“ segir Frosti brosandi við Bergþór og bætir við að í mörg ár hafi hann verið settur í „fúlu kalla félagið“ vegna skoðana sinna.

„Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér, það eru svona átta ár síðan. Þá átti að slaufa mér því ég sagði að konur og karlar væru líkamlega ólík,“ segir Frosti

Íslensku tónlistarverðlaunin og popplag ársins

Frosti segir málið hafa snúist um Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2017. Það ár var lag Hildar Kristínar Stefánsdóttur, „I‘ll walk with you“ valið sem popplag ársins.

Frosti ýjaði að því að Hildur hafi aðeins unnið vegna þess að hún er kona. „Lyktin af þessu er sú að Hildur hafi unnið þetta bara af því hún er kona,“ sagði hann.

Sjá einnig: Hildur Kristín hjólar í Frosta:„Svona opinber smánun, karlremba og gamaldags hugsunarháttur meikar engan sens“

Hildur svaraði honum á sínum tíma og olli athugasemd Frosta talsverðu fjaðrafoki. Hildur sagðist vilja fá afsökunarbeiðni frá Frosta, sem aldrei kom. Í dag segir Frosti að það hafi bjargað honum frá slaufun, að biðjast ekki afsökunar.

„Allir voru skíthræddir“

Frosti segir að á þessum tíma hafi verið mikil pressa frá ákveðnum hóp í samfélaginu að konur myndu vinna til verðlauna á hátíðinni.

„Þetta var á svipuðum tíma og það voru einhverjar hótanir, ef það verða ekki jafn margar konur á Þjóðhátíð í Eyjum þá verður allt brjálað, og allir voru skíthræddir,“ segir hann.

Frosti segir að þetta ár hafi karlmenn verið í miklum meirihluta sigurvegara og þegar kom að því að tilkynna popplag ársins hafi Hildur unnið. Hann segir að honum hafi þótt sterkari lög í flokknum sem verðskulduðu frekar sigurinn.

„Mér fannst bara svo augljóst að hún hafi fengið þetta því dómnefndin var að reyna að rétta hlutföllin. Ég segi: „Því miður, þetta lyktar af því að hún hafi unnið þetta bara því hún er kona.““

Frosti Logason og Hildur Kristín Stefánsdóttir.

Sagði karlmenn sterkari trommara

Frosti segir að það hafi allt orðið vitlaust í kjölfarið. Hann tók málið fyrir í útvarpsþættinum Harmageddon á sínum tíma og hringdu hlustendur í þáttinn.

Þegar hann var að svara einum hlustanda um hvort konur væru jafn hæfileikaríkar og karlmenn sagði Frosti að karlmenn væru sterkari trommarar.

„Ef við tölum um einhverja þungarokkstrommustíla, eitthvað spíttmetaltrommustíla, þá væri kannski karlmenn betur til þess fallnir að tromma þá trommustíla, því það eru svona líkamlegir… það varð allt vitlaust. Ég hafði aldrei lent í öðru eins og þeim tíma, ég hef nú lent í meira síðan þá,“ segir hann við Bergþór.

KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, gaf einnig út yfirlýsingu sem vakti mikla athygli.

Fjölmiðlar fjölluðu einnig um málið og þekktir einstaklingar blönduðu sér í umræðuna. Frosti nefnir sérstaklega Facebook-færslu tónlistarmannsins Páls Óskars.

„Það sem bjargaði mér í raun og veru var að ég baðst ekki afsökunar,“ segir hann og bætir við að það hafi verið lykilatriði.

Frosti ræðir þetta nánar í spilaranum hér að neðan á mínútu 3:00.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“