fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Fókus
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 09:13

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég og systir mín deildum ástríðufullum kossi og erum nú hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land. Við gefum honum orðið:

„Þegar við vorum yngri héldum við að við værum hálfsystkini en í fyrra komumst við að því að stjúpmóðir mín hélt framhjá pabba mínum og að „hálfsystir“ mín er ekki blóðtengd mér.

Eftir þessa uppgötvun hefur mér farið að líða öðruvísi gagnvart henni. Mér finnst hún ótrúlega aðlaðandi og get séð fyrir mér okkur saman.

Ég er 39 ára og mamma mín dó þegar ég var smábarn. Pabbi giftist stjúpmóður minni þegar ég var sex ára og ég elskaði að eignast nýja mömmu. Þegar þau eignuðust dóttur ári seinna var ég svo spenntur að vera stóri bróðir. Ég elskaði systur mína og við urðum bestu vinir.

Því miður skildu þau eftir tíu ára hjónaband en ég og „systir“ mín vorum áfram náin. Ég hef alltaf verið meðvitaður um útlit hennar, að hún sé mjög myndarleg og nú þegar hún er orðin fullorðin er hún mjög aðlaðandi. Hún er 32 ára.

Allt breyttist eftir að ég komst að því að hún er ekki blóðskyld mér.“

Maðurinn segir að þau hafi komist að þessu eftir að systir hans fékk DNA-próf í afmælisgjöf, en vinsælt er að fólk taki slík próf til að læra meira um uppruna sinn og forfeður.

„Móðir hennar viðurkenndi að það hafi verið annar karlmaður í spilinu á þeim tíma sem hún var getin,“ segir hann.

„Síðan byrjuðum við að hittast og það hefur heldur betur hitnað í kolunum. Síðast þegar við hittumst sagðist hún vilja stunda kynlíf með mér og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá vil ég það líka.

En mér líður eins og við séum að gera eitthvað rangt. Við erum kannski ekki blóðskyld en við erum fjölskylda.

Ég veit að ég elska hana en get ég nokkuð farið með þetta lengra?“

Ráðgjafinn svarar:

„Hún er ekki blóðskyld þér og þú varst ekki forráðamaður hennar eða í stöðu sem umönnunaraðili, þannig ykkur er frjálst að vera saman og giftast, í augum laganna. En að fara með þetta lengra mun örugglega hafa áhrif á fjölskyldu ykkar. Fjölskyldan hefur séð ykkur sem systkini í meira en þrjá áratugi, svo það verður erfitt fyrir þau að sjá ykkur sem par. Eruð þið tilbúin að mæta slíku mótlæti?

Kannski er þetta ekki rétt fyrir ykkur, en það gæti hjálpað að tala við ráðgjafa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“