fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fókus

Hugh Jackman í hringiðu framhjáhaldsskandals – Vinkona fyrrverandi leysir frá skjóðunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 09:30

Hugh Jackman, Sutton Foster og Deborra-Lee Furness. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Hugh Jackman er í hringiðu framhjáhaldsskandals, en hávær orðrómur er á kreiki um að hann hafi haldið framhjá fyrrverandi eiginkonu sinni, Deborru-Lee Furness með núverandi kærustu sinni, leikkonunni Sutton Foster.

Leiðir Jackman og Furness skildu í september í fyrra eftir 27 ára hjónaband.

Hugh Jackman og Deborra-Lee. Mynd/Getty

Í lok október síðastliðnum var greint frá því að Sutton Foster hafði sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, handritshöfundinum Ted Griffin, eftir tíu ára hjónaband.

Sutton Foster and Ted Griffin
Sutton Foster og Ted Griffin. Mynd/Getty Images

Sagt var að hún væri að slá sér upp með Jackman, en þau léku bæði í Broadway-sýningunni The Music Man, frá desember 2021 til janúar 2023.

Hávær orðrómur

Jackman og Foster hafa hvorki staðfest né neitað að þau séu saman. In Touch greindi fyrst frá því að þau væru saman. Miðillinn sagði sambandið ekki vera nýtt og að það væri „opið leyndarmál á Broadway.“ Orðrómurinn varð háværari eftir að Jackman og Furness skildu í september 2023. Í desember 2023 komu fyrstu sögusagnir um samband Jackman og Foster. En næsta árið voru litlar fregnir þar til Foster sótti um skilnað frá eiginmanni sínum í október 2024. Þá fór slúðurmyllan á fullt og hafa margir aðdáendur velt tímalínunni fyrir sér, hvort sambandið þeirra hafi byrjað áður en leiðir þeirra skildu við fyrrverandi maka.

Hingað til hefur Deborra-Lee Furness, fyrrverandi Jackman, ekki tjáð sig um málið en nú hefur vinkona hennar stigið fram og staðfest að það hafi vissulega verið framhjáhald og að Furness hafi vitað af því.

Hugh Jackman and Sutton Foster perforing

Staðfestir orðróminn

Breska leikkonan og ljósmyndarinn Amanda de Cadenet, vinkona Furness, virtist staðfesta orðróminn í athugasemdakerfi við myndband slúðurbloggarans Tasha Lustig.

Lustig birti myndband á Instagram þar sem hún hélt því fram að Jackman hafi farið frá eiginkonu sinni fyrir Foster, eftir að hafa orðið ástfanginn af Foster við uppsetningu The Music Man.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tasha (@tashalustig)

„Þú ert alveg með þetta á hreinu,“ skrifaði Cadenet, vinkona Furness, við myndbandið. „Mín elskulega vinkona, Deb, er að fara að skína bjartar, bara svo þið vitið.“

Instagram screenshot

Hvorki Jackman né Foster hafa tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hatari rýfur tveggja ára þögn með óþægilegri nærveru gervigreindar

Hatari rýfur tveggja ára þögn með óþægilegri nærveru gervigreindar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarna í hringiðu framhjáhaldsskandals – Grunsamleg hegðun talin staðfesta háværan orðróm

Stórstjarna í hringiðu framhjáhaldsskandals – Grunsamleg hegðun talin staðfesta háværan orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hálfbróðir Eminem bregst við fráfalli móður þeirra með harðorðri færslu

Hálfbróðir Eminem bregst við fráfalli móður þeirra með harðorðri færslu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekktur leikari er heimilislaus og grátbiður um hjálp

Þekktur leikari er heimilislaus og grátbiður um hjálp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristín Péturs og Þorvar Bjarmi eiga von á barni

Kristín Péturs og Þorvar Bjarmi eiga von á barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um heimanám á Íslandi – „Manni finnst að það sé verið að fjöldaframleiða agalausar væluskjóður í mörgum skólum í dag“

Hart tekist á um heimanám á Íslandi – „Manni finnst að það sé verið að fjöldaframleiða agalausar væluskjóður í mörgum skólum í dag“