fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fókus

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 11:29

Tom Brady. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NFL-stjarnan Tom Brady viðurkennir að hafa gert ýmis mistök í föðurhlutverkinu.

Brady á soninn Jack, 17 ára, með leikkonunni Bridget Moynahan, og soninn Benjamin, 14 ára, og dótturina Vivian, 11 ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni, fyrirsætunni Gisele Bündchen.

„Að vera foreldri er örugglega erfiðasta starf okkar allra,“ sagði Brady á viðburði Fortune Global Forum í New York í gær. „Og við klúðruðum miklu, og ég hef klúðrað miklu sem foreldri.“

Gisele Bundchen, Tom Brady, Kids, Family, Jack, Benjamin, Vivian, Instagram
Gisele Bündchen, Tom Brady og börnin þrjú.

Brady, 47 ára, sagðist ekki vilja líta út sem einhver „uppeldissérfræðingur“ en þegar kemur að börnum hans reynir hann að gera allt sem hann getur til að vera til staðar fyrir þau.

Hann sagðist ævinlega þakklátur sínum foreldrum, Galynn og Thomas Brady, sem stóðu alltaf við bak hans og voru alltaf tilbúin að styðja hann, sama hvað.

Tom Brady
Tom Brady í gær. Mynd/Getty Images

Brady sagðist ætla að feta í þeirra fótspor og styðja drauma barna sinna. Eins og sonur hans, Jack, vill verða NBA-leikmaður, þrátt fyrir að hoppa ekki hátt, að sögn Brady.

„En ég segi við hann: Gaur, þú átt eftir að vera svakalegur. Bíddu þar til þú stækkar, þú átt eftir að hoppa hærra, þú átt eftir að troða boltanum ofan í körfuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Allir að missa sig yfir „nýju og unglegu andliti“ Donatellu Versace

Allir að missa sig yfir „nýju og unglegu andliti“ Donatellu Versace
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað eftir að hún dansaði við sjúkrarúm mun eldri kærastans – „Ég komst í erfðaskrána“

Allt brjálað eftir að hún dansaði við sjúkrarúm mun eldri kærastans – „Ég komst í erfðaskrána“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tvöföld útgáfuveisla í Fríkirkjunni

Tvöföld útgáfuveisla í Fríkirkjunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum