fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fókus

Bjarki Steinn varð fyrir kynferðisbroti á skólalóðinni af hendi ókunnugs karlmanns – „Upplifunin var að ég rétt náði að lifa þetta af“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. nóvember 2024 12:29

Bjarki Steinn var í skóla í Hafnarfirði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Steinn Pétursson er gestur vikunnar í Fókus. Hann aðstoðar fólk við að undirbúa sig fyrir hugvíkkandi ferðalag og vinna úr reynslunni. Hann kynntist þessari tegund af sjálfsvinnu þegar hann var sjálfur að vinna úr eigin áfallasögu.

Bjarki á mörg áföll að baki en það stærsta, sem hafði mestu áhrifin á hann, gerðist á fótboltavelli við grunnskólann hans þegar hann var um átta ára gamall. Ókunnugur karlmaður veittist að honum og braut endurtekið á honum. Bjarka tókst að komast undan en áfallið varð eftir. Eftir þetta fór að halla undan fæti. Bjarki ánetjaðist fíkniefnum ungur, sem hann segir hafa verið vissa björgun á sínum tíma frá sjálfsskaða og sjálfsvígshugsunum.

Fyrir um sjö árum breyttist allt. Hann varð edrú, vann úr áföllum og hóf mikla sjálfsvinnu. Hann kom út sem trans og hóf ferlið stuttu síðar. Það tók hann langan tíma að skilja af hverju honum hafði alltaf liðið eins og hann væri ekki í réttum líkama, en þegar hann var yngri var lítið sem ekkert um trans fyrirmyndir. Bjarki vill leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið og stofnaði nýverið TikTok-síðu þar sem hann deilir ýmsum fróðleik.

video
play-sharp-fill

TW: Lýsingar á ofbeldi

Eins og fyrr segir aðstoðar Bjarki fólk við að undirbúa sig fyrir hugvíkkandi ferðalag og vinna úr reynslunni. Hann kynntist þessari tegund af sjálfsvinnu þegar hann var sjálfur að vinna úr eigin áfallasögu.

„Ég var aðallega að vinna úr kynferðisbrotum sem ég varð fyrir sem barn og unglingur. Stærsta kannski, það sem ég veit að hafði mestu áhrifin á mig, var líkamsárás sem ég varð fyrir á fótboltavellinum uppi í skóla,“ segir hann.

Atvikið gerðist eftir skóla. Bjarki og vinur hans sáu að einhver var að spila fótbolta og fóru á völlinn. Þar var fullorðinn maður sem vildi spila við þá, hann einn á móti þeim tveimur. Í leiknum réðst maðurinn ítrekað á Bjarka, sem var bara barn og skildi ekki hvað væri í gangi. Maðurinn var mikið stærri og sterkari og vissi Bjarki ekki hvernig hann ætti að koma sér í burtu.

Fór út úr líkamanum

„Ég man eftir hvað ég fór út úr líkamanum og ég fékk eflaust einhvers konar taugaáfall,“ segir Bjarki. Hann segir frá atvikinu sirka á mínútu sautján í þættinum.

„Ég byrjaði í markinu og hann var í hinu liðinu, hann ætlaði að spila á móti okkur. Við vorum tvö lítil, átta, níu ára.

Hann hljóp alltaf rakleitt að mér, réðst á mig, sneri mér við og reyndi að brjóta á mér kynferðislega. Hélt á mér, sem gefur til kynna hversu lítill ég var. Hann hélt á mér, svona á hvolfi, og ég einhvern veginn… eina sem ég man var að ég læsti höndunum svo fast, til að halda buxunum uppi, ég var með sár í lófunum eftir á.

Það er svona eina sem ég man… Ég fraus inni í augnablikinu. Svo gafst hann upp, henti mér í jörðina og ég einhvern veginn stóð upp, fór aftur í markið og þetta byrjaði aftur.“

Bjarki Steinn Pétursson. Mynd/DV

„Ég heyrði að hann hljóp á eftir mér“

Bjarki segir að hann hafi verið vanmáttugt barn í áfalli og ekki vitað hvað væri að gerast og hvernig hann ætti að koma sér út úr þessum aðstæðum, þar sem gerandinn var fullorðinn karlmaður, mikið stærri og sterkari og við stjórnina.

„Ég gat ekki flúið, ég gat ekki barist á móti, ég fór alltaf aftur í markið,“ segir hann.

Bjarka tókst að komast í burtu þegar aðrir krakkar mættu á svæðið. Athygli mannsins beindist í smá stund að þeim og sá Bjarki tækifæri til að flýja. Hann sagði vini sínum að hann væri farinn heim og hljóp af stað.

„Ég heyrði að hann hljóp á eftir mér. Ég gaf í og svo leit ég fyrir öxl og sá að hann var að reyna að teygja sig í mig, þá sveigði ég bakið svona og þaut heim,“ segir Bjarki.

„Upplifunin var að ég rétt náði að lifa þetta af. Þetta var svo mikil lífsógn.“

Maðurinn handtekinn en látinn laus

Móðir Bjarka sá það strax á honum að það væri ekki allt með felldu. Hann sagði henni hvað hafði gerst og var maðurinn handsamaður í kjölfarið. Því miður fór málið ekki lengra.

„Málið var látið falla niður, skilst mér af því að ég vildi ekki bera vitni [fyrir framan hann], segja frá því sem gerðist með hann í dómsalnum. Ég gat ekki hugsað mér það.“

Bjarka langar að fá lögregluskýrsluna í hendurnar. „Því foreldrar mínir eru í algjöru blackouti frá þessum tíma, þau geta ekki sagt mér hvað og af hverju,“ segir hann.

Aftur í skólann

Bjarki segir að þetta hafi haft gríðarlega mikil áhrif á hann. Sérstaklega þar sem ofbeldið átti sér stað á skólalóðinni og hann gekk í sama skóla næstu sjö til átta árin án þess að vinna úr áfallinu eða fá aðstoð.

„Ég var alltaf að fara aftur inn á áfallasvæðið mitt í rauninni,“ segir hann.

„Þarna fór að halla undan fæti. Þarna sé ég, í dag, af hverju mér fór að ganga svona illa í skólanum. Líkaminn alltaf í spennu, allt einhvern veginn var um mig, treysti ekki neinum. Ég gerði mér enga grein, ég var bara barn og fullorðna fólkið brást svolítið. Ég var ekki sendur til sálfræðings, það var fylgt mér í og úr skóla fyrstu dagana, jafnvel fyrstu vikurnar, því ég þorði ekki að labba einn. En svo var ekkert meira. Ég held að þau, fullorðna fólkið, hafi ekki endilega gert sér grein fyrir því hvað var svakalegt að ég var alltaf að mæta í frímínútur á svæðið þar sem brotið átti sér stað.“

Árin lituð af sársauka og eymd

Bjarki segir að hann og foreldrar hans hefðu þurft á áfallahjálp að halda.

„Mér fór að ganga illa í skóla. Ég fór að sýna alls konar hegðunarvanda og fór að einangra mig. Ég fór að þróa með mér alvarlega tölvufíkn,“ segir hann.

„Árin eftir þetta voru lituð af sársauka og eymd sem ég skildi ekki alveg. Svo kom kynþroskinn líka inn og það fór alls konar skrýtið að gerast hjá mér varðandi það. Tilfinningar sem ég skildi ekki, ég tengdi ekki við það sem stelpurnar voru að upplifa. Þær voru að tala um strákana og ég tengdi ekki við neitt af þessu.“

Bjarki óttaðist að það væri einhver orsakatenging á milli kynferðisbrotanna og að hann væri trans. „Sem trans manneskja þá þurfti ég að fara svolítið, áður en ég hóf transferlið mitt, inn í þessi brot og skoða: Er einhver tenging – þetta gæti hljómað furðulega fyrir einhvern að heyra – en ég óttaðist að það væri tenging á milli þess að ég hafði orðið fyrir þessu kynferðisofbeldi og að ég væri trans.“

Bjarki Steinn Pétursson.

Ekki tenging þar á milli

Bjarki leitaði sér faglegrar aðstoðar sem hann segir hafa skipt miklu máli.

„Ég fór í djúpa meðferð hjá Stígamótum, þau hjálpuðu mér ótrúlega mikið. Og fór til sálfræðings og við komumst að því að það væri ekki raunin. En ég þurfti samt alveg að kanna þetta, því það eru til dæmi um einstaklinga sem fara inn í transferli og fara síðan í eitthvað sem kallast „detransition“, þar sem að fólk sér í raun eftir því og uppgötvar að það er ekki trans. Ég vissi af því og ég vildi vera viss um að ég væri pottþétt trans en ekki að þetta væri eitthvað annað. Þarna í rauninni hófst öll vinnan.“

„Fólk sem áður var kunningjar hörfaði“

Bjarki stofnaði TikTok-síðu fyrir stuttu þar sem hann birtir ýmsan fróðleik um lífið sem trans manneskja.

„Í byrjun transferlisins var ég alls ekki „passing“. Það er eiginlega nýtilkomið að engum dettur í hug að ég sé trans fyrr en ég segi það. Fólki augljóslega fannst ég óþægilegur og forðaðist stundum að nálgast mig. Fólk sem áður var kunningjar hörfaði svolítið. Ég held að það sé líka því fólk er hrætt við að miskynja, hrætt við að segja eitthvað vitlaust. Yfirleitt er þetta líka að koma frá góðum stað en fólk frekar hörfar og trans fólk oft einangrast út af þessu. Mér finnst líka punktur að fólk geri sér grein fyrir því að ég er trans manneskja en ég er líka ennþá að læra. Ég segi stundum vitlaust um kynsegin fólk og ég er ennþá að læra alls konar hugtök, ég veit ekkert allt um allt trans fólk eða hinsegin fólk. Við erum öll að læra,“ segir Bjarki.

Hann útskýrir hvað „passing“ þýðir í myndbandinu hér að neðan. En í stuttu máli þá er það trans manneskja sem fólk almennt telur tilheyra því kyni sem það skilgreinir sig sem.

@bjarkisteinnp One love 🖖 #transgender #trans #transition #transísland ♬ Deep Understanding – Dominic DiTanna

Nú veit allt Ísland

Bjarki segir að hann hafi ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hvaða skref hann væri að taka þegar hann birti fyrstu myndböndin á TikTok.

„Ég gerði mér í raun ekki grein fyrir því hvað ég væri að gera fyrr en eftir að ég gerði það […] Eftir nokkur myndbönd þá hugsaði ég: „Shit, þú ert  búinn að tilkynna öllu Íslandi að þú sért trans. Núna vita þetta bara allir.“ Þetta var pínu óþægileg upplifun þegar ég fattaði hvað það þýddi,“ segir hann.

„Þetta er nýtt lag af lauknum fyrir mig að halda áfram að eiga þetta samtal. Vinna úr þessu. Vinna úr þessum trans fordómum sem ég er með gagnvart sjálfum mér, þykja vænt um mig, anda inn í þetta, taka eftir þessu, þannig að já, its out there. Ég er mjög stoltur að hafa tekið þessa ákvörðun og þorað að stíga inn í þennan ótta. Því mig vantaði einhverja íslenska fyrirmynd þegar ég var að fara í gegnum ferlið. Mig langar svo að gefa eitthvað til þessa hóps.“

Bjarki ræðir nánar um trans ferlið, neysluna, hugvíkkandi efni og svo mikið meira í þættinum hér að ofan. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgdu Bjarka á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fókus
Í gær

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“

Hann á í leynilegu ástarsambandi með frænku sinni – „Ég óttast að nektarmynd komi upp um mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“

„Sorgin getur hellst yfir okkur upp úr þurru, eins og risastór alda eða fljóðbylgja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi

Listapar selur uppgerða eign í Sæviðarsundi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“

Grindavík lætur engan ósnortinn –   „Okkur langar bara að vera heima hjá okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin

Gunni breytti um nafn en frestaði að tilkynna móður sinni tíðindin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag

Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag
Hide picture