fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fókus

Er fjölskyldan með leyniorð? – Það bjargaði lífi 10 ára stúlku

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. október 2024 10:07

Mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skiptir miklu máli að kenna börnum um öryggi og hætturnar þarna úti. Netverjinn InvisaWear deildi nýverið myndbandi sem sýnir mikilvægi þess að fjölskyldan ákveði leyniorð, það gæti jafnvel bjargað lífi barnanna.

Í myndbandinu má sjá karlmann reyna að fá stelpu til að koma upp í bíl hans. „Mamma þín lenti í bílslysi. Hún er í lagi en hún vildi að ég myndi sækja þig,“ segir maðurinn.

„Hvað heitir mamma mín?“ spyr þá stúlkan.

„Janice,“ svarar hann. Nafnið var rétt, en það er oft lítið mál að finna út nafn og ýmsar upplýsingar um annað fólk á netinu. Þess vegna er mikilvægt að vera með orð sem enginn veit nema fjölskyldumeðlimir, orð sem segir barninu þínu að manneskjan sem segist eiga að sækja það sé að segja satt.

„Hvað er leyniorð fjölskyldunnar,“ spyr stúlkan.

„Afsakaðu, ha?“ spyr maðurinn. „Leyniorð fjölskyldunnar.. umm,“ segir hann og brunar í burtu.

@invisawear He didn’t know the code word #safetyfirst #safe #selfdefense #kidnapping ♬ original sound – invisaWear

Leyniorð hefur bjargað stúlku

Árið 2018 var greint frá því að tíu ára stúlku tókst að komast undan karlmanni sem ætlaði sér að ræna henni, þökk sér leyniorði fjölskyldunnar.

Stúlkan var að ganga heim í San Tan Valley í Arizona í Bandaríkjunum. Karlmaður í hvítum sendiferðabíl sagði henni að bróðir hennar hefði lent í slysi og að hún þyrfti að fara með honum. Stúlkan krafðist þess að karlmaðurinn myndi segja leyniorð fjölskyldunnar, svo hún gæti verið viss um að hann væri að segja satt.

Maðurinn gat ekkert sagt og flúði vettvang

Móðir stúlkunnar ræddi við NBC og sagði fjölskylduna hafa ákveðið leyniorðið aðeins nokkrum mánuðum fyrir atvikið. „Ég hélt aldrei að hún myndi þurfa að nota það. Ég er mjög stolt af henni að hafa munað það,“ sagði hún.

„Vel gert hjá foreldrum hennar að hafa leyniorð og fyrir að tala við börnin um hætturnar þarna úti,“ sagði fógetinn Mark Lamb.

„Við vonum að með því að deila þessari sögu þá munu fleiri foreldrar taka þau til fyrirmyndar og eiga þetta samtal við börnin sín, svo þau viti hvað þau eigi að gera í þessum aðstæðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grimes frumsýnir stórt andlitstattú

Grimes frumsýnir stórt andlitstattú
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Britney Spears eftir að þetta myndband birtist

Hafa miklar áhyggjur af Britney Spears eftir að þetta myndband birtist
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“

Ástæðurnar fyrir því að Íslendingar eignast ekki börn – „Mér finnst börn bara vera alveg drepleiðinleg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellen deilir myndbandi af nýja heimilinu

Ellen deilir myndbandi af nýja heimilinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný mynd af North West sjokkerar

Ný mynd af North West sjokkerar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakaði karlmann um að vera „krípí“ í ræktinni en fólk segir hana vera vandamálið

Sakaði karlmann um að vera „krípí“ í ræktinni en fólk segir hana vera vandamálið
Fókus
Fyrir 4 dögum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu