fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Gummi Emil segir handtökuna erfiðustu lífsreynsluna – „Ég var bara „Af hverju er ég til?“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. október 2024 22:30

Gummi Emil Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var á spítalanum, handjárnaður við fætur og ég gat ekkert gert, þá var ég bara „Hleypið mér út“ og sveiflaði mér á rúminu af því ég vissi ekkert hvað var í gangi. Hvað er þetta?“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil Jóhannsson.

Gummi Emil eins og hann er alltaf kallaður var handtekinn sunnudaginn 22. september síðastliðinn þar sem hann gekk allsber á miðjum Suðurlandsvegi. Hafði Gummi Emil farið á sveppatúr með félögum sínum tveimur sem endaði með þessum afleiðingum.

Sjá einnig: Gummi Emil er maðurinn sem gekk um nakinn – Rýfur þögnina og útskýrir málið

„Ég vissi ekkert hver ég var þegar ég var að labba þarna á veginum. Ég var bara „Af hverju er ég til?“ og á leiðinni í lögreglubílnum á bráðamóttöku þá var ég bara „Af hverju er ég til“ og ég hugsaði bara: „Ég er til af því ég er til.“ Eins og stendur í Biblíunni „I Am, Therefore I Am.“ En allavegana ég er þarna alveg trylltur og þetta er það erfiðasta sem ég hef gert. Svo á gólfinu á bráðamóttökunni þarna fyrir aftan og átta lögreglumenn á mér að halda mér niðri og ég handjárnaður fyrir aftan bak á rassinum – ekkert eðlilega óþægilegt,“ segir Gummi Emil um atvikið í viðtali í þættinum Blekaðir.

Segist hann hafa lokað augunum, séð krossinn og ákveðið þarna að gefast upp.

„Síðan loka ég augunum og það er allt í gangi skiluru og hausinn á milljón. Síðan sá ég bara krossinn og já ok já, „Gefast upp fyrir Jesú“ og þá verður allt í lagi og áður en ég vissi þá bara kláraðist þetta og var búið og ég var kominn heim og bara „næs, ég get farið að sofa.“ Þá reddaðist allt skilurðu? og þetta var ekki það slæmt eftir á. Erfiðasta lífsreynsla í heimi. Ég hef hlaupið maraþon og yfir jökul ber að ofan og lent í alls konar en þetta var það langerfiðasta. Andlega og líkamlega. Ég var með harðsperrur í þrjá daga eftir á því ég var að reyna að brjóta handjárnin.“
Aðspurður segist Gummi Emil klárlega vera betri maður eftir þessa lífsreynslu.

„Ég fattaði líka eftir þetta að ástæðan fyrir því að það gengur vel hjá mér er af því að ég hef aldrei verið að særa neinn og líka í trippinu kom bara „Aldrei særa neinn, þá ertu góður“ – af því að maður fær það alltaf tilbaka ef maður særir einhvern. Ef maður er vondur við einhvern þá kemur það alltaf tilbaka,“ segir Gummi Emil.

Segir það hafa skilað sér vel eftir þessa lífsreynslu þar sem fjölmargir hafi sent honum skilaboð. „Bara take it easy og vera góður við aðra.“

Segir hann að þetta hafi algjörlega komið í bakið á honum, hann hafi bara viljað verða betri maður með því að fara í sveppatrippið. „Ég hef farið í þetta áður og langaði bara að vita meira. Ég var mikið að sækjast eftir einhverju sem ég veit að er innra með mér. Ég þarf ekki að taka sveppi aftur, bara biðja til Guðs og hugleiða.“

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni á Brotkast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro