Horfðu á brot úr fyrsta þætti hér að neðan.
Sjá einnig: Myndaveisla – Stuð og stemning á frumsýningu Útilegu
Þættirnir eru í leikstjórn Fannars Sveinssonar og einvalalið leikara færir okkur vinahópinn og maka þeirra en í aðalhlutverkum eru: Aldís Amah Hamilton, Björn Thors, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Helga Viktoría Þorvaldsdóttir, Hjálmar Örn Jóhannsson, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Þættirnir eru skrifaðir af Sveinbirni I. Baldvinssyni og Sigurði G. Valgeirssyni.
„Áhorfendur ættu að tengja vel við sögupersónurnar í Útilegu, þetta er klassísk íslensk útilega en auðvitað aðeins ýkt sem gerir þetta svo skemmtilegt. Gleðin sem ríkti í framleiðsluferlinu ætti líka að skila sér heim í stofu, þetta eru auðvitað skemmtilegir þættir en alvaran er þarna einhvers staðar á sveimi,“ segir Birkir Ágústsson, framkvæmdarstjóri miðla hjá Símanum.