fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fókus

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 2. október 2024 09:29

Sandra Dís og Sigmar Örn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Nýjustu gestir Alkasts Þvottahússins eru bændurnir og núdistarnir Sigmar Örn Aðalsteinsson og Sandra Dís Sigurðardóttir.

Fyrir um tíu árum síðan fóru þau nakin í heita pottinn í sumarbústaðarferð með vinum og upp frá því var ekki aftur snúið. Smátt og smátt þróaðist það hjá þeim hjónum í að í dag skilgreina þau sig sem núdista og tilheyra sífellt stækkandi hóp manna og kvenna sem hittast reglulega við hin ýmsu tækifæri til að stunda sína nekt. Hópurinn sem nú telur um rúm hundrað manns hafa fram að þessu stundað sín samskipti í gegnum Facebook hópin Naturist Iceland en til stendur að stofna samtök núdista sem hluti af að getað rammað inn hina og þessa viðburði sem hópurinn stendur fyrir. Má nefna strandblak og yoga ásamt að gamla sundlaugin í Hafnarfirði hefur verið leigð með jöfnu millibili fyrir svokallaðan nektarsunds eftirmiðdag. Einnig hefur hópurinn staðið fyrir skipulögðum hópferðum í hinar og þessar náttúrulaugar og hefur það vakið mikla lukku og þjappað hópnum saman. Fargufa.is hefur einnig hafið svokallaðar nektar gufur nokkrum sinnum í viku þar sem klukkutíma gufa er samræmd með kælingu í köldu Atlantshafinu við Skarfaklett í Reykjavík.

Sigmar Örn og Sandra Dís.

Augnsamband mikilvægt

Sigmar og Sandra segja að nektin hafi heilandi áhrif á þau hvað svo margt varðar. Það að brjóta niður þessa ramma og skilgreiningar sem við nútímafólk annars þrífumst í daginn út og inn sé eitthvað svo frelsandi og í raun að þeirra mati nauðsynlegt. Þau segja að núdistar nálgist hvort annað af mikilli virðingu og trausti og að nokkrar óskrifaðar reglur fylgi því að geta verið með í hinum og þessum viðburðum. Það mikilvægasta er að þetta sé á engan hátt kynferðislegt heldur að einungis að yfirbragðið sé náttúrulegt og hversdagslegt. Þau vilja meina að augnsamband sé mikilvægur þáttur og að lang flestum finnist það eðlislægt frá byrjun og því er ekki starað á vissa staði líkamans sem margir óreyndir myndu eflaust halda að samneyti núdista myndi fjalla um. Athugasemdir um líkama hvers annars eða annað óæskilegt tal í samskiptum eru ekki liðin enda skipta mörk og öryggi höfuð máli í þessu samhengi.

Hvað ef karlmaður fær standpínu?

Þau hafa oft heyrt þessa spurningu borna upp hvort að karlmanni í þessum aðstæðum rísi ekki hold en þau segja að það gerist nánast aldrei og ef það gerist að blóðflæði aukist í getnaðarlim núdista við þessar aðstæður þá sé það bara allt í lagi og viðkomandi eigi þá bara að koma sér úr aðstæðum. Oft segjast þau líka hafa heyrt að tengsl séu milli núdistahópa og swingera og segja þau að það sé í engu samræmi við sannleikann og að þau hafi aldrei á sínum tíu árum orði vitni að svoleiðis. Allir eru penir og prúðir og með það eitt að leiðarljósi að fá að vera nakinn innan um aðra nakta eins og að um mennsku í sinni hreinustu mynd sé um að ræða. En þau segjast alveg skilja spurningar og hugmyndir af þessum toga en að mikilvægt sé að leiðrétta þessa hugarvillu með fræðslu um hvað núdismi raunverulega stendur fyrir.

Styrkir líkamsímynd

Talið barst að líkamshugmyndum og virðingu og segir Sandra hafa upplifað að sérstaklega konur finni mikla sátt við líkama sinn í gegnum núdisma því ákveðið stórt skref er þarna stigið og að engin sé dæmdur fyrir líkama sinn sama í hvaða formi hann nú er, allir líkamar eru fallegir og segja í raun bara vissa sögu og nefnir í samhengi afleiðingar fæðinga barna. Gunnar spurði hana hvort það sama væri ekki upp á teningnum hjá karlmönnum hvað varðar allskonar samanburðarhugmyndir á limastærð og flötum rössum eða flötum brjóstkassa og vildu þau bæði meina að auðvitað væri það það sama, að heilunin sé fólgin í að berskjalda líkama sinn og eigna sér hann án þess að upplifa dóma af neinu tagi sem annars gerir ekkert annað en að valda skömm og óánægju með sjálfan sig.

Hvað með börnin?

Sandra og Sigmar eru með fjögur börn á heimilinu og hafa tvö þeirra náð táningsaldri. Gunnar spurði þau hvernig unglingarnir væru að taka í alla þessa nekt sem oft fer fram á heimilinu og sögðu þau að nekt þeirra væri eðlilegur hluti af þeirra fjölskyldulífi en að sjálfsögðu væru mörkin alltaf skýr og þá sérstaklega í samhengi með vinum barna sinna og svo framvegis. Í þessu samhengi minntist Gunnar á samtal sem hann hafi átt um daginn við einn félaga þar sem rætt var um hvort nekt foreldris og unglings af gagnstæðu kyni væri óviðeigandi eða ekki. Þar að segja hvort feður þurfi að fara að læsa að sér þegar þeir fari í sturtu eða bað. Þau sögðust halda að það væri örugglega allur gangur á þessu eftir mismunandi venjum og hefðum en að þeim fyndist ekkert eðlilegra en að vera eins og þau koma til dyranna hvað líkama sinn varðar enda sé nakinn líkami fyrir þeim alls ekkert tákn um kynhvöt eða kynferði heldur bara hold í mismunandi mynd skapað af einu og sama alheimsaflinu.

Eins og sagt var hér að ofan fer hópur núdista stækkandi og eru allir velkomnir í Facebook hópinn Naturist Iceland (https://www.facebook.com/groups/1872146906360739/) og allir velkomnir á viðburði svo lengi sem virðing og samkennd séu í fyrirrúmi.

Þetta upplýsandi viðtal við Sigmar og Söndru má heyra og sjá hér í spilaranum fyrir neðan. En einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify undir nafninu Þvottahúsið og auðvelt er að merkja við follow eða subscribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona tilkynnir að eiginmaðurinn sé farinn frá henni í átakanlegri færslu

Leikkona tilkynnir að eiginmaðurinn sé farinn frá henni í átakanlegri færslu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hundasamfélagið klofið eftir að maður skaut hundinn sinn sjálfur – „Hvað er eiginlega að gerast, má ekkert lengur?“

Hundasamfélagið klofið eftir að maður skaut hundinn sinn sjálfur – „Hvað er eiginlega að gerast, má ekkert lengur?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaþjálfarinn leysir frá skjóðunni – Æfingarnar fimm sem halda Ivönku Trump í hörkuformi

Einkaþjálfarinn leysir frá skjóðunni – Æfingarnar fimm sem halda Ivönku Trump í hörkuformi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?