fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Sjáðu sætasta innbrotsþjóf landsins brjótast inn í Ormsson – „Þetta er auðvitað hundfúlt, en það er erfitt að vera reiður“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 15. október 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki á degi hverjum sem innbrot í verslun telst jákvæður viðburður. Slíkt átti sér þó stað í morgunsárið hjá versluninni Ormsson í gær þegar sérlega djarft innbrot átti sér stað. Í tilkynningu segir að sjálf hvolpasveitin hafi gert atlögu og sent sinn besta mann sem kom á hundavaði að aðalinngangi með barefli í eftirdragi sem hann notaði til að brjóta gler í versluninni.

„Það var vart hundi út sigandi í morgun vegna kuldans en þessi lét það ekki á sig fá heldur reyndi að sækja sér eitthvað gott í versluninni,” segir Kjartan Sigurðsson framkvæmdastjóri Ormsson.„Svo sá hann reyndar að sér, enda brá honum við öll lætin, og hvarf með skottið á milli lappanna.”

Ormsson telur ekki rétt að gefa upp nafn innbrotsþjófsins að svo stöddu en starfsfólk Ormsson hefur þó gefið honum dulnefnið Snati Ormsson. „Þetta er auðvitað hundfúlt, en það er erfitt að vera reiður þegar um sætasta innbrotsþjóf landsins er að ræða. Hann lofaði líka að vera góður strákur í framtíðinni og fær bara nammi næst þegar hann kíkir til okkar,” segir Kjartan. „Það er ekki langt í svartan fössara og ég býst fastlega við honum þá með einhver hvolpalæti. Við förum bara strax af stað ef svo er.”

Sætasti innbrotsþjófur landsins
play-sharp-fill

Sætasti innbrotsþjófur landsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Hide picture