fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Stebbi Jak varð fyrir líkamsárás í vinnunni – „Kemur hann, kauði, örugglega búinn að drekka jafn mikið og kýlir Stefán í hausinn“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. október 2024 14:15

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn, Stefán Jakobsson, eða Stebbi Jak, eins og hann er jafnan kallaður, varð fyrir líkamsárás í vinnunni um helgina. 

Stebbi og eiginkona hans, Kristín Sif Björgvinsdóttir, voru veislustjórar í partýi sem Kristín segir að hafi verið alveg frábært. Á næsta giggi var Stefán einn á sviðinu að skemmta á árshátíð og beið Kristín Sif á meðan inn í fundarherbergi enda hjónakornin síðan bara á leiðinni heim eftir giggið. 

„Það var frítt áfengi í boði og við vitum það að fólk missir sig pínulítið þegar það er frítt áfengi í boði. Klukkan var yfir 11 og maður sá hvernig standi fólk var í,“ segir Kristín Sif í Ísland vaknar í morgun þar sem hún lýsir atvikinu.

Segist hún hafa heyrt Stebba spila og gestina taka undir og frábær stemning í gangi. Eftir að Stebbi hafði spilað í um 40 mínútur stoppaði hann i miðju lagi, og heyrir Kristín Sif hann síðan byrja aftur að spila. 

„Ég hugsa að hann hafi kannski bara slitið gítarstreng eða eitthvað. Er ekkert að pæla meira í því. Nema þegar ég fer fram, hitti ég góða vinkonu mína, og hún sagði: „Veistu að Stefán var kýldur?“ 

Drukkin kona var með almenn leiðindi og truflun við Stebba á meðan allir aðrir gestir voru að skemmta sér. 

„Síðan kallar Stefán á hana og segir: „Má ég ekki bara vinna vinnuna mína? Viltu að ég komi til þín á mánudagsmorgun og segi þér hvernig þú átt að vinna þína vinnu?“  Þá varð hún eitthvað leið, greyið konan, og fór og náði í manninn sinn. Kemur hann, kauði, örugglega búinn að drekka jafn mikið – og kýlir Stefán í hausinn,“ segir Kristín Sif.

Eins leiðinlegt og þetta atvik er þá segir Kristín Sif þetta ekki í fyrsta sinn sem Stebbi verður fyrir því að fólk er að áreita hann á djamminu, þegar hann er sjálfur í vinnunni.

„Það fer alveg ógeðslega mikið í mínar fínustu taugar,“ segir Kristín Sif.

Drukknar konur með óviðeigandi hegðun

Þór Bæring meðþáttastjórnandi Kristínar Sifjar í morgunþættinum Ísland vaknar er sjálfur vanur plötusnúður og segist hann kannast við leiðindin og virðingarleysið sem fólk með áfengi með sér í liði leyfir sér oft að sýna skemmtikröftum þegar þeir eru einungis að sinna vinnunni sinni.

Kristín Sif segist ítrekað lenda í því að drukknar konur, jafnvel með eiginmann sinn við hlið sér, spyrji hana hvernig er að sofa hjá Stebba og hvort þær megi fara í sleik við hann.

„Ég ætla að segja krakkar! Nennið þið að haga ykkur á djamminu og látið þið fólk sem er að vinna vinnuna sína í friði!“

Hlusta má á brotið úr þættinum hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið