fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Martha Stewart viðurkennir framhjáhald

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. október 2024 09:30

Martha Stewart. Mynd/Netflix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska matargyðjan og sjónvarpsstjarnan Martha Stewart greinir frá því að hún hélt framhjá fyrrverandi eiginmanni sínum, Andy Stewart, snemma í sambandi þeirra.

„Ungu konur, hlustið á mig,“ sagði hún í stiklu heimildarmyndina „Martha“ sem kemur á Netflix þann 30. október næstkomandi.

„Ef þú ert gift og eiginmaður þinn byrjar að halda framhjá þér, þá er hann drullusokkur.“

Síðan mátti heyra einhvern spyrja Mörthu út í hennar framhjáhald og hún svaraði: „Já, en ég held að Andy hafi aldrei haft hugmynd um það.“

Martha og Andy gengu í það heilaga árið 1961. Þau skildu að borði og sæng árið 1987 og gekk skilnaðurinn í gegn árið 1990. Þau eiga saman dóttur, Alexis Stewart, 59 ára.

Horfðu á stikluna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni