fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Útlit Katie Price eftir umdeildu andlitslyftinguna veldur áhyggjum – „Hvar eru eyrnasneplarnir hennar?“

Fókus
Fimmtudaginn 5. september 2024 14:09

Katie Price hefur breyst mikið í gegnum árin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska glamúrfyrirsætan Katie Price gekkst undir andlitslyftingu í byrjun ágúst.

Þetta var sjötta andlitslyfting hennar en hún hafði áður lýst því yfir að hún ætlaði ekki í fleiri aðgerðir á andliti. Í mars í fyrra sagði hún:

„Þegar ég var í förðun áðan, þá horfði ég í spegilinn og hugsaði: „Ég er svo ljót.“ Núna hugsa ég: „Ekki gera meira við andlitið þitt.“ Því þú veist, ég er komin með þetta „fegrunaraðgerðar útlit“, þar sem er augljóst að ég hafi lagst oft undir hnífinn. Ekki að það trufli mig, því ég gerði mér þetta sjálf. En stundum þarf maður aðeins að slaka á.“

Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út á hendur Katie Price

Hún virðist hafa skipt um skoðun þar sem hún gekkst undir sjöttu andlitslyftinguna í Tyrklandi í byrjun ágúst. Sama dag og hún flaug út var handtökuskipun gefin út á hendur hennar eftir að hún mætti ekki í dómsal þar sem átti að taka fyrir úrskurð um gjaldþrot hennar.

Hún flaug heim níu dögum síðar og var handtekin á flugvellinum, enn með sárabindi og bólgin í framan.

Sjá einnig: Katie Price handtekin á flugvellinum

Nú virðist andlitið hennar vera búið að jafna sig en aðdáendur hennar hafa miklar áhyggjur að fyrirsætan hafi gengið of langt þar sem hún virðist ekki lengur vera með eyrnasnepla.

Mynd/Instagram

Price, 46 ára, birti myndband á Instagram af sér og hundinum sínum. Hún vísaði í vinsælt TikTok-trend og sagðist ætla að leysa úr fjárhagsvandamálum sínum utan sviðsljóssins.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndina hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Katie Price (@katieprice)

Glamúrfyrirsætan hefur birt fleiri myndskeið af sér eftir aðgerðina.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Katie Price (@katieprice)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Katie Price (@katieprice)

Útlit Katie Price hefur breyst mikið í gegnum árin.

Júlí, 1996.
Maí, 1998.
Júlí, 2002.
Apríl, 2003.
Júlí, 2006.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum

Bað unnustunnar á Breiðamerkursandi – Íhaldssamir hneykslast á aldursmuninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag

Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að borga fúlgu í meðlag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis

Þessi fjögur atriði ættu allir eldri en fertugt að hafa í huga að mati hjartalæknis
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“

Ellý segist sjá konu og mann á sviði – „RÚV veit að þjóðin þarf á þessu að halda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þau eignuðust barn árið 2025

Þau eignuðust barn árið 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug