fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fókus

Heimsótti nýfæddan son systur sinnar og rauk út full andstyggðar

Fókus
Þriðjudaginn 3. september 2024 13:57

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru yfirleitt mikil gleðitíðindi þegar fjölskyldumeðlimur eignast barn. En stundum eru leiðindi, eins og í tilfelli konu sem gekk rakleitt út og full andstyggðar eftir að hafa séð nafn systursonar síns.

Hún útskýrði málið í færslu á Reddit.

Konan og eiginmaður hennar hafa glímt við ófrjósemi í sjö ár og hafa búið sig undir að þau muni kannski „aldrei eignast barn saman.“

„Við erum bæði hjá sálfræðing til að vinna úr þessu öllu og reyna að finna frið, sama hvað framtíðin hefur upp á að bjóða, en ég vona að við verðum nógu heppin til að eignast barn.“

Konan og maðurinn hennar eru þegar búin að velja barnanöfn. „Við settum lítinn miða í bók um barnanöfn þar sem við skrifuðum nöfnin sem við myndum vilja nefna börnin okkar. Við skoðum þetta ekki mikið þessa dagana en þetta gefur okkur von,“ segir konan.

Fyrsti sonurinn eftir fimm dætur

Systir konunnar eignaðist nýverið son, eftir að hafa átt fimm dætur.

„Þegar hann fæddist þá var okkur boðið að koma upp á sjúkrahús og hitta hann. Systir mín sagði mér að þau væru búin að velja nafnið Elio fyrir hann.

Hún viðurkenndi að hún vissi að nafnið hafi verið fyrsta val mitt og eiginmanns míns, en þar sem ég gæti ekki eignast börn þá ákvað hún að nota nafnið, svo það myndi ekki fara til spillis.“

Konan viðurkennir að þarna hafi hún reiðst og skyndilega rifjaðist upp fyrir henni atvik fyrir nokkrum mánuðum þar sem hún kom að systur sinni í svefnherberginu sínu. Systir hennar var þá að fara í gegnum eigur hennar og hefur þá rekist á miðann í bókinni og ákveðið að „stela“ nafninu.

„Foreldrar mínir spurðu hvernig hún gat gert þetta án þess að tala fyrst við mig. Systir mín sagði að hún hefði ekki viljað eiga í hættu að ég myndi segja nei og að nafnið yrði ekki notað. Þarna missti ég alveg kúlið og fór. Ég sagði ekki einu sinni til hamingju eða neitt, ég fór heim og grét.“

Næsta dag hringdi systir hennar í hana og spurði af hverju þetta væri svona stórmál. „Hún sagðist líka vera sár að ég hef aldrei rætt um barnanöfn við hana, og að ég hafi haldið nöfnunum leyndum fyrir henni, vitandi að ég gæti ekki eignast börn,“ segir konan.

„Ég spurði hvernig hún gæti tekið eina nafnið sem ég og eiginmaður minn höfðum valið. Hún kallaði mig viðkvæma og ég skellti á hana.“

Stuðningur

Öll fjölskyldan er komin inn í málið. Sumir segja að systirin ætti að biðja konuna afsökunar og svo segja aðrir að fólk geti ekki „átt“ nöfn og að konan eigi að biðjast afsökunar.

Sagan hefur vakið mikla athygli á Reddit og hafa fjöldi netverja skrifað við færsluna.

„Ég trúi því alls ekki að fólk geti „átt“ nöfn, en systir þín fór algjörlega yfir strikið. Að laumupúkast heima hjá þér, að skamma þig fyrir að hafa ekki sagt henni frá nöfnunum og að velja nafnið sem hún uppgötvaði bara með því að fara á bak við þig og í gegnum eigur þínar, og hún gerði þetta allt án þess að tala við þig. Gjörsamlega óásættanlegt,“ segir einn. Yfir fimmtán þúsund manns hafa líkað við þessa athugasemd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona tilkynnir að eiginmaðurinn sé farinn frá henni í átakanlegri færslu

Leikkona tilkynnir að eiginmaðurinn sé farinn frá henni í átakanlegri færslu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hundasamfélagið klofið eftir að maður skaut hundinn sinn sjálfur – „Hvað er eiginlega að gerast, má ekkert lengur?“

Hundasamfélagið klofið eftir að maður skaut hundinn sinn sjálfur – „Hvað er eiginlega að gerast, má ekkert lengur?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaþjálfarinn leysir frá skjóðunni – Æfingarnar fimm sem halda Ivönku Trump í hörkuformi

Einkaþjálfarinn leysir frá skjóðunni – Æfingarnar fimm sem halda Ivönku Trump í hörkuformi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?