fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Keppendur reiðir og í áfalli eftir allt Júró-dramað – „Ég gerði mitt besta í þessum aðstæðum“

Fókus
Þriðjudaginn 14. maí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þið hélduð að þið væruð laus við Eurovision þar til að ári, þá getið þið gleymt því hér með. Á laugardag fór fram það sem tvímælalaust má kalla umdeildustu úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Þar bar Nemó sigur úr býtum fyrir Sviss. Áhorf hér heima náði nýjum lægðum þar sem fleiri sniðgengu keppnina viljandi út af þátttöku Ísrael, heldur en horfðu.

Á sjálfum keppnisdegi var ljóst að Holland tæki ekki þátt um kvöldið eftir að flytjandi þeirra var sakaður um ógnandi framkomu í garð myndatökukonu eftir undanúrslitin á fimmtudag. Þessi ákvörðun sambands evrópska sjónvarpsstöðva, EBU, var gífurlega umdeild og tók Holland ákvörðuninni nærri sér. Bættist þetta við spennuna sem hafði myndast út af þátttöku Ísrael, en sökum þess hversu umdeilt Ísrael er þessa daganna út af átökum þeirra, sem margir kalla þjóðarmorð, gegn Palestínu. Öryggisgæsla var gífurleg og var flytjendum og fylgdarliði þeirra sniðinn þröngur stakkur til að koma í veg fyrir aðra uppákomu líkt og íslenska hljómsveitin Hatari stóð fyrir á sínum tíma þegar þau flögguðu palestínska fánanum í beinni útsendingu.

Gekk þetta svo langt að jafnvel fáni Evrópusambandsins var bannaður, þó að margir flytjendur tilheyri sambandinu. Þetta mislíkaði Evrópusambandinu sem segir EBU eiga von á líflegu samtali. Svo má nefna spennu tengda keppanda Írlands, en Bambi Thug hafði sakaði teymið frá Ísrael um óforsvaranlega framkomu. Eftir úrslitin á laugardag gekk hán svo langt að segja EBU að fara í rassgat.

Þá er óminnst á mótmælin fyrir utan tónleikahöllina og tilraunir flytjenda til að sýna samstöðu með Palestínu svo lítið bæri á.

En nú er svo komið að Eurovision hefur brugðist við gagnrýninni. Þeir segja leitt að sum keppnisteymin hafi ekki virt reglurnar í Svíþjóð. EBU gengst við því að nokkrir keppendur hafi lagt fram formlega kvörtun og þeim borist fjöldi ábendinga. EBU segist líta þetta alvarlegum augum og mun fara yfir atvik í tengslum við keppnina í síðustu viku til að læra af þeim. Þá sé vonandi hægt að loka þessum kafla og horfa jákvæðum augum fram á við.

Keppandinn frá Ísrael, Eden Golan, hefur lýst því yfir að þátttakan hafi reynst henni erfið. hún hafi gert sitt besta en gagnrýnin og heiftin hafi ekki farið framhjá henni.

Keppandi Litháen, Silvester Belt, segist sjá eftir þátttöku sinni. Það hafi verið hans versta lífsreynsla að stíga á svið beint á eftir Ísrael, slík var heiftin í áhorfendum. „Ég gerði mitt besta í þessum aðstæðum,“ sagði söngvarinn og sagðist upplifa keppnina sem áfall. Norski keppandinn, Gate, segist hafa verið á báðum áttum með þátttöku allt þar til hún steig á svið í úrslitunum. Hún hafi alvarlega íhugað að draga sig úr keppni.

Meira að segja sigurvegarinn, Nemó, segir að hán hafi átt mjög erfitt undanfarna viku. Keppnin hafi ekki snúist um samstöðu og ást eins og hún gerir vanalega og það hafi hryggt hán mikið. Hán gagnrýnir EBU fyrir tvískinnung. Skipuleggjendur gefi sig út fyrir að bjóða öll frá hinsegin samfélaginu velkomin en Nemo þurfti að smygla kynseginn fána sínum inn í keppnina eftir að EBU bannaði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum