Hún er yfir sig ástfanginn af eiginmanni sínum en það er eitt við hann sem fer verulega í taugarnar á henni.
Meghan var gestur í spjallþætti söng- og leikkonunnar Jennnifer Hudson á dögunum og var spurð: „Er eitthvað sem pirrar þig við eiginmanninn?“
„Já, morgunandfýlan,“ sagði hún.
„Ég elska þig!“ kallaði Meghan síðan. „Hann er hérna í dag, hann er svo sætur, svo myndarlegur. En þú veist, þessi morgunandfýla. Hann á eftir að drepa mig.“
Meghan sagði að þetta væri eini gallinn við Daryl. „[Hann segir:] „Ég get ekki tannburstað mig fyrr en eftir fyrsta kaffibollann. Það mun eyðileggja kaffið.“ Ég segi þá: „Þú ert að eyðileggja daginn minn, burstaðu tennurnar.““
Söngkonan endaði á því að segja að hann gæti eflaust talið upp miklu fleiri galla varðandi hana en hún hann.